Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 18
Tímarit Máls og menningar njóta sín, lögð er rækt við sérkenni hvers og eins, það sem gerir viðkomandi ólíkan öllum öðrum en ekki hitt sem er dæmigert. Lesandi fær fyrir bragðið sterka tilfinningu fyrir sérstæðu mannlífi sem fær að halda furðum sínum vegna einangrunarinnar. Sérhver er eyland. Og braggahverfið er eyja. Island er eyja. Einar forsmáir raunsæisreglur um persónusköpun, ýkir drætti og magnar upp sérviskur, og því verður allt trúverðugra en í bókum þar sem lýst er fólki sem allir eiga að þekkja sig í. Hann er raunsær af því hann er ekki raunsær. Hann iðkar nokkurs konar jafnvægislist milli þess viðhorfs raunsæismanna af skóla Gests Pálssonar að einstaklingurinn sé umfram allt afurð samfélagsins, þess marxíska sjónarmiðs að einstaklingurinn sé hold- tekja stéttarstöðu — og þeirrar einstaklingshyggju sem krefst þess að hver einstaklingur fái að njóta sérkenna sinna. Braggasamfélagið er sumpart fríríki úr lögum við þjóðfélagið með eigin stéttskiptingu og lögmál, en á tilveru sína undir stóra heiminum og er því dauðanum merkt. Það er ber- skjaldað fyrir amerískum áhrifum en tyggjó og jólaskreytingar breyta þessu fólki ekki öllu sjálfkrafa í ameríkana, það eru ekki amerísku áhrifin ein sér sem eyðileggja Badda, bróðir hans Danni unir sér ekki útí Ameríku, samfé- lagið litla á sér eigin forsendur. Braggasamfélagið er vissulega eymdarbæli, engin fjöður er dregin yfir það, þetta er enginn óður til fátæktarinnar, og fólkið þarna fráleitt til eftirbreytni um hegðun, þarna er nóg af heimsku og öðrum löstum — en líka lífskrafti, samkennd og reisn. Það er líf á þessari eyju. Allt tekur enda, allt deyr; knattpyrnufélagið Kári flyst í annað borgarhverfi, prinsessan af Thule endar í blokk, hverfið er rifið — en rétt eins og eftir dauða Danna heldur lífið samt áfram. Alls staðar í bókinni er þessi sterka tilfinning fyrir hinu daglega lífi sem heldur alltaf áfram. Baddi gerist vinnuhetja og kemst á síður blaðanna eða fyrirmyndarömmudrengur, Danni kemst líka á síður blaðanna fyrir flugafrek en slíkt getur ekki varað nema um stund, allt sækir í sama farið aftur. Kvunndagshetjurnar Tommi og Grettir komast hins vegar ekki í fjölmiðlana fyrir sín afrek — eini sigur Grettis í bókinni sem er í koddaslag heimamanna og aðkomumanna fyrir austan er klipptur út úr mynd sjónvarpsins um hátíðina. Líkt og Guðbergur sækir Einar ótæpilega í sagnasjóð sem er sameign allra, en sagnahefðin sem hann byggir á-er munnleg eins og hjá þeim á 13. öldinni. Þetta eru reykvískar þjóðsögur og ævintýri um alls kyns karaktera sem lifað hafa hér í munnmælum og þessu steypir hann saman í eitt heillegt verk. Og persónurnar draga vitanlega dám af því, eru sumpart mýtískar en að hinu leytinu manneskjur af holdi og blóði sem gengur misjafnlega að ganga inn í mýtuna um sjálfar sig. Þetta þýðir þó ekki endilega að höfundur sé eitthvað sérstaklega að afhjúpa þær. Engin persóna verður túlkuð í eitt skipti fyrir öll. Danni, svo dæmi sé tekið, er kolbíturinn sem verður Ikarus 144
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.