Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar
njóta sín, lögð er rækt við sérkenni hvers og eins, það sem gerir viðkomandi
ólíkan öllum öðrum en ekki hitt sem er dæmigert. Lesandi fær fyrir bragðið
sterka tilfinningu fyrir sérstæðu mannlífi sem fær að halda furðum sínum
vegna einangrunarinnar. Sérhver er eyland. Og braggahverfið er eyja. Island
er eyja. Einar forsmáir raunsæisreglur um persónusköpun, ýkir drætti og
magnar upp sérviskur, og því verður allt trúverðugra en í bókum þar sem
lýst er fólki sem allir eiga að þekkja sig í. Hann er raunsær af því hann er
ekki raunsær. Hann iðkar nokkurs konar jafnvægislist milli þess viðhorfs
raunsæismanna af skóla Gests Pálssonar að einstaklingurinn sé umfram allt
afurð samfélagsins, þess marxíska sjónarmiðs að einstaklingurinn sé hold-
tekja stéttarstöðu — og þeirrar einstaklingshyggju sem krefst þess að hver
einstaklingur fái að njóta sérkenna sinna. Braggasamfélagið er sumpart
fríríki úr lögum við þjóðfélagið með eigin stéttskiptingu og lögmál, en á
tilveru sína undir stóra heiminum og er því dauðanum merkt. Það er ber-
skjaldað fyrir amerískum áhrifum en tyggjó og jólaskreytingar breyta þessu
fólki ekki öllu sjálfkrafa í ameríkana, það eru ekki amerísku áhrifin ein sér
sem eyðileggja Badda, bróðir hans Danni unir sér ekki útí Ameríku, samfé-
lagið litla á sér eigin forsendur. Braggasamfélagið er vissulega eymdarbæli,
engin fjöður er dregin yfir það, þetta er enginn óður til fátæktarinnar, og
fólkið þarna fráleitt til eftirbreytni um hegðun, þarna er nóg af heimsku og
öðrum löstum — en líka lífskrafti, samkennd og reisn. Það er líf á þessari
eyju. Allt tekur enda, allt deyr; knattpyrnufélagið Kári flyst í annað
borgarhverfi, prinsessan af Thule endar í blokk, hverfið er rifið — en rétt
eins og eftir dauða Danna heldur lífið samt áfram. Alls staðar í bókinni er
þessi sterka tilfinning fyrir hinu daglega lífi sem heldur alltaf áfram. Baddi
gerist vinnuhetja og kemst á síður blaðanna eða fyrirmyndarömmudrengur,
Danni kemst líka á síður blaðanna fyrir flugafrek en slíkt getur ekki varað
nema um stund, allt sækir í sama farið aftur. Kvunndagshetjurnar Tommi
og Grettir komast hins vegar ekki í fjölmiðlana fyrir sín afrek — eini sigur
Grettis í bókinni sem er í koddaslag heimamanna og aðkomumanna fyrir
austan er klipptur út úr mynd sjónvarpsins um hátíðina.
Líkt og Guðbergur sækir Einar ótæpilega í sagnasjóð sem er sameign
allra, en sagnahefðin sem hann byggir á-er munnleg eins og hjá þeim á 13.
öldinni. Þetta eru reykvískar þjóðsögur og ævintýri um alls kyns karaktera
sem lifað hafa hér í munnmælum og þessu steypir hann saman í eitt heillegt
verk. Og persónurnar draga vitanlega dám af því, eru sumpart mýtískar en
að hinu leytinu manneskjur af holdi og blóði sem gengur misjafnlega að
ganga inn í mýtuna um sjálfar sig. Þetta þýðir þó ekki endilega að höfundur
sé eitthvað sérstaklega að afhjúpa þær. Engin persóna verður túlkuð í eitt
skipti fyrir öll. Danni, svo dæmi sé tekið, er kolbíturinn sem verður Ikarus
144