Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 19
Formviljinn sem verður dýrlingur — hann er líka sláni sem nennir ekki að vinna. Karólína er ekki trúverðug spákona og að sækir grunur um svindl — en í spilunum hennar er samt forspá um dauða Danna, sem hún túlkar einfald- lega vitlaust. Ekkert fær að ganga alveg upp — dæmigerð er samlíkingin við Njálsbrennu þar sem Tommi og Karólína eru Njáll og Bergþóra, einhver lítill er Þórður Kárason og Baddi auðvitað Skarphéðinn og allt gengur ágætlega upp þangað til kemur að máginum: Kári-Grettir? Einar Kárason sker sig nokkuð úr hópi skáldsagnahöfunda þessa jólaver- tíð vegna þess að hann hefur tröllatrú á því að segja sögu og segja hana vel, án þess endilega að vera með sífelldar vangaveltur um hlutverk skáldskapar og eðli. Hann gengur út frá því án sjáanlegrar sektarkenndar að við sem sitjum hérna megin bókarinnar vitum ósköp vel að við erum að lesa sögu, skáldskap, lygi og óþarfi að vera að segja okkur það á nokkurra blaðsíðna fresti. Sérstaða hans liggur ekki síst í því að hann vill að við gleymum okkur, gefum okkur heil og óskipt á vald sögunni, finnum til á meðan við lesum. Hann stefnir fumlaust á hápunktinn í sögunni, dregur ekki úr eða fer að tala um pólitík þegar að honum kemur, og sá lærdómur sem hann hefur dregið af íslenskri sagnalist og þetta hæfilega frelsi sem hann hefur veitt persónum sínum, metnaður hans að leyfa sögunni sjálfri að þróast áfram án íhlutana, vantrú hans á því að túlka fyrir lesandanum — allt verður þetta til þess að honum hefur tekist að semja hér breiða raunsæisskáldsögu um Reykjavík eftirstríðsáranna. Enda er hver um annan þveran að lýsa því yfir í blaðavið- tölum að svona hafi þetta alls ekki verið í því braggahverfi sem viðkomandi telur söguna líkja eftir og það sýnir einmitt að Einari hefur lánast að skapa sjálfstæðan söguheim, hann hirðir það úr sögu Reykjavíkur sem honum hentar og lætur lögmál skáldsögunnar ráða; hann er enginn Arni Ola. Hér var minnst á að tækifæri gæfist nú til að athuga þankagang nýraunsæ- ismanna 10 árum seinna. Ekki var það nú allskostar rétt því konurnar úr þeim hópi vantar: Asu Sólveigu, Auði Haralds, Fríðu A. Sigurðardóttur. Tvær þær fyrrnefndu hafa þagað um hríð en Fríða gaf út í fyrra smásagna- safn þar sem með einum eða öðrum hætti var rakin máttleysisleg uppreisn kúgaðrar konu sem endaði með ósköpum. Eg er af skiljanlegum ástæðum lítill kvenbókmenntafræðingur, en utangarðsmanni sýnist þó að þar sé tími endurmats, formlegs og hugmyndalegs. Kvennabókmenntir virðast ætla að stefna í tvær gamalkunnar áttir, að minnsta kosti ef dregnar eru ályktanir af þeim tveimur bókum eftir konur sem komu út nú fyrir jólin: Nótt í lífi Klöru Sig. eftir Stefaníu Þorgrímsdóttur og Eldur og regn eftir Vigdísi Grímsdóttur. Annars vegar er leið hefðbundinnar „umræðu“-skáldsögu, hins vegar innhverfrar Ijóðrænu. Og kemur þá upp gömul deila um fram- sæknar bókmenntir sem eiga að opna augu: formið líður fyrir ákefð TMM II 145
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.