Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 27
Götustelpan
Flestir verða lítt varir við togstreitu lögmálanna: siðferðið er sveigjanlegt
og náttúran vandlega bæld. Sögukonan í Sunnudagskvöldi klofnar hins
vegar í sjálfri sér. Hún getur ekki samlagast veruleikalögmálinu og brýtur
gegn siðlegri nauðung, þrúguð þó af hömlum yfirsjálfsins: samviskunni,
trúarlegum og félagslegum boðum. Hvatir hennar stríða gegn innrættum
siðakröfum, mótsögnin óbærileg, óleysanleg. Vandanum má lýsa á eftirfar-
andi hátt:
Þetta er barátta upp á líf og dauða, eilífar andstæður mannlegs samfélags
takast á: kaótískt líf hinnar villtu náttúru og reglustikaður dauði skipulags-
hönnuða borganna. Utlausn hvata ellegar tortímandi bæling. Lífsnautnin
frjóva eða velsæmi gaberdínpakksins. Náttúran lamin með lurk og útrás sem
er röng og öfugsnúin og óumflýjanleg.6
4
Hér á eftir verður gerð grein fyrir sögusneiðum Sunnudagskvólds hverri
fyrir sig:
1. I samkvæmisatriðinu lýstur saman tveimur heimum: heimi sögukonu
og heimi annarra. Hún, einangruð og niðurlægð, lætur stjórnast af ástríðum
sínum: drukkin, karlsöm og „melluleg", ögrar með því umhverfinu: ráð-
settu og borgaralegu. Brýtur form og velsæmi, á ekki heima með öðrum,
óboðin í húsi. Meginandstæður sögunnar birtast þegar í fyrstu máls-
greinunum:
Ef einhver hefði tekið eftir hvernig þær horfðu á mig, rétt áður en ég fór,
hvernig þær litu hver á aðra, þegar þær gengu fram hjá mér, hefði hann
ályktað:
- Þarna er sú seka, — skækjan. (7)
Einsemdin, sektarkenndin og ofnæmið. Sögukonan vill elska og vera hún
sjálf en rekst á siðakerfi, sem líður ekki slíkt frelsi, siðakerfi, sem byggist á
því að einstaklingurinn dansi eftir nótum og lúti stjórn, bæli kenndir sínar
og langanir. Tveir heimar: útrás hvata, líf og ást ~ bæling hvata, lífleysi og
reglufesta. Ofnæmi sögukonunnar kemur fram í martraðarkenndri aðskiln-
aðarkennd. Hún upplifir sjálfa sig sem viðfang eða objekt annarra, sem
sakborning, sem dýr. Getur þó ekki risið upp og barist því að víglínan er
ekki aðeins dregin á milli hennar og umhverfisins heldur um hjarta hennar
þvert. Hún er sú seka, skækjan, í eigin augum, fangi þeirrar hugmynda-
fræði, sem hún storkar. Yfirsjálfið full sterkt. Astæða sektarkenndarinnar
kemur ekki beinlínis fram en virðist þó augljós sé tekið mið af annarri sögu,
Draumnum.
153