Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 27
Götustelpan Flestir verða lítt varir við togstreitu lögmálanna: siðferðið er sveigjanlegt og náttúran vandlega bæld. Sögukonan í Sunnudagskvöldi klofnar hins vegar í sjálfri sér. Hún getur ekki samlagast veruleikalögmálinu og brýtur gegn siðlegri nauðung, þrúguð þó af hömlum yfirsjálfsins: samviskunni, trúarlegum og félagslegum boðum. Hvatir hennar stríða gegn innrættum siðakröfum, mótsögnin óbærileg, óleysanleg. Vandanum má lýsa á eftirfar- andi hátt: Þetta er barátta upp á líf og dauða, eilífar andstæður mannlegs samfélags takast á: kaótískt líf hinnar villtu náttúru og reglustikaður dauði skipulags- hönnuða borganna. Utlausn hvata ellegar tortímandi bæling. Lífsnautnin frjóva eða velsæmi gaberdínpakksins. Náttúran lamin með lurk og útrás sem er röng og öfugsnúin og óumflýjanleg.6 4 Hér á eftir verður gerð grein fyrir sögusneiðum Sunnudagskvólds hverri fyrir sig: 1. I samkvæmisatriðinu lýstur saman tveimur heimum: heimi sögukonu og heimi annarra. Hún, einangruð og niðurlægð, lætur stjórnast af ástríðum sínum: drukkin, karlsöm og „melluleg", ögrar með því umhverfinu: ráð- settu og borgaralegu. Brýtur form og velsæmi, á ekki heima með öðrum, óboðin í húsi. Meginandstæður sögunnar birtast þegar í fyrstu máls- greinunum: Ef einhver hefði tekið eftir hvernig þær horfðu á mig, rétt áður en ég fór, hvernig þær litu hver á aðra, þegar þær gengu fram hjá mér, hefði hann ályktað: - Þarna er sú seka, — skækjan. (7) Einsemdin, sektarkenndin og ofnæmið. Sögukonan vill elska og vera hún sjálf en rekst á siðakerfi, sem líður ekki slíkt frelsi, siðakerfi, sem byggist á því að einstaklingurinn dansi eftir nótum og lúti stjórn, bæli kenndir sínar og langanir. Tveir heimar: útrás hvata, líf og ást ~ bæling hvata, lífleysi og reglufesta. Ofnæmi sögukonunnar kemur fram í martraðarkenndri aðskiln- aðarkennd. Hún upplifir sjálfa sig sem viðfang eða objekt annarra, sem sakborning, sem dýr. Getur þó ekki risið upp og barist því að víglínan er ekki aðeins dregin á milli hennar og umhverfisins heldur um hjarta hennar þvert. Hún er sú seka, skækjan, í eigin augum, fangi þeirrar hugmynda- fræði, sem hún storkar. Yfirsjálfið full sterkt. Astæða sektarkenndarinnar kemur ekki beinlínis fram en virðist þó augljós sé tekið mið af annarri sögu, Draumnum. 153
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.