Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 29
Götustelpan Stefna myndmálsins er lóðrétt enda lýsir það ferðalagi niður í sálardjúpið. Persónan eins og dettur inn í sjálfa sig um leið og mörk hins raunverulega og óraunverulega mást út. Sjálf hennar þenst út og verður heimurinn allur, eða öllu heldur, umheimurinn dregst inn í sjálf hennar, hún lokast inni í sjálfrar sín víti. Sálrænni reynslu af þessu tagi er oft lýst með táknmyndum eyði- lands, óbyggðar eða djúps í bókmenntum. Ferð persónunnar er þá í senn sálræn og landfræðileg, lóðrétt og lárétt. Til glöggvunar má lýsa ferlinu á eftirfarandi hátt: hvunndagslíf í samfélagi, meðvitund eyðiland, djúp sjálfumleiki í einveru, dulvitund Við upphaf þessarar ferðar rofna háttbundin lífsmynstur, einstaklingur- inn losnar úr tengslum við samfélagslegt táknkerfi og spyr sjálfan sig: Hver er ég? Hvar er ég? Hið viðtekna dugir honum ekki lengur. Spurningunum getur hann sjaldnast svarað, því að veruleiki hans hefur á undarlegan hátt sundrast. Allt sem hann veit er að hann þjáist. Hann reynir að fylla þetta tóm en glatast einatt í því. I fjölda nútímaverka ber við að þetta ferðalag sál- arinnar sé tengt villuljósi af einhverju tagi: persónan heldur um stund að henni bjóðist lausn undan prísund tilgangsleysis og einsemdar, en kemst svo að raun um hið gagnstæða, að óvissan, aðskilnaðurinn og sársaukinn eru hlutskipti hennar. Slík er reynsla sögusjálfsins í Sunnudagskvöldi. A brún hengiflugsins virðist allt glatað, tortíming framundan. En þá hverfist einn ofsækjendanna í góðviljaðan „engil“ og stemningin breytist, sögukonan dregst inn í mannlegan heim að nýju. En „engillinn“ hverfur innan stundar og hún hrekkur aftur inn í martröðina, dauðalegar myndir píslar og hryll- ings ryðjast á ný upp á yfirborðið. Þessi lóðrétta sveifla sker aðra lárétta, eins og minnst hefur verið á. Einnig hún kristallast í andstæðunni líf ~ dauði. I öðru atriði sögunnar er sögukonan komin út á götu og hleypur í leit að samveru. Það er myrkur og einsemdartilfinningin speglast í umhverfinu, sem er framandi og ógnvænlegt. Myndmálið magnar hrollkennt andrúm ótta og glötunar. Merkingarmiðið er miðbær Reykjavíkur, persónan er stödd á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Líkt og áður gerir höfundur hið kunnuglega annarlegt með stíl sínum, annarlegra en ella sé haft í huga að miðbærinn var til muna lágreistari á sjötta áratugnum en nú á dögum: 155
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.