Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 42
Dagný Kristjánsdóttir Myndir I Eg var bara unglingur þegar ég las smásagnasafn Astu Sigurðardóttur í fyrsta sinn. Sögurnar höfðu mjög sterk áhrif á mig og ég var ekki í vafa um hver væri mesti rithöfundur á Islandi um þær mundir. Það var Asta. Hún var langbest. Ég held að ég hafi þá þegar byrjað að safna upplýsingum um þetta átrúnaðargoð mitt, spurst fyrir um hana og reynt að búa mér til mynd af henni. En hafi ég búið mér til mynd af Astu hefur hún áreiðanlega verið líkari mér — eða öllu heldur því sem ég vildi vera — en henni. Síðan hafa hugmyndir mínar um Astu Sigurðardóttur stöðugt verið að breytast og ég er löngu búin að sjá að mynd annarra af henni er allt öðru vísi en mín. Mér er næst að halda að engum tveimur mönnum beri saman um það hvernig hún var. Það er svosem ekkert óeðlilegt; túlkunarfræðileg vandamál koma alltaf upp þegar menn reyna að koma sér saman um raun- verulega merkingu goðsagnar. Og ekki verða túlkunarfræðivandamálin minni þegar tekur til smásagna Astu Sigurðardóttur — og bókmennta yfir- leitt. Hér á eftir ætla ég að greina eina af smásögum Astu, Dýrasögu, úr smásagnasafninu Sunnudagskvóld til mánudagsmorguns. Þessi saga er ekki valin af handahófi; hún er skrifuð árið 19611 og er þar með í hópi yngri sagna Astu. Sagan er sérkennileg en þegar betur er að gáð má sjá að hún tengist mörgum af eldri sögunum, tekur þær inn í sig, rúmar þær í sér. Dýrasaga er þrungin af innri spennu, full af táknum og tvíræðni og þess vegna nota ég hugtök og heiti úr sálgreiningu til að hjálpa mér við textagreininguna. Það væri ofrausn að segja að ég beitti aðferðum sál- greiningarinnar; aðferð sálgreiningarinnar er sú að sjúklingurinn talar, lætur hugann reika og segir frá því sem vill tengjast saman. Sálgreinandinn hlustar á frjáls hugrenningatengslin og reynir að finna í þeim mynstur, lykilorð, sem geta hjálpað sjúklingnum í sjálfsgreiningu hans og leit að því sem veldur honum kvöl og angri. Ég er ekki sálgreinandi og Asta er ekki sjúklingur. Ein smásaga, jafnvel 168
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.