Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 44
Tímarit Máls og menningar legri taugaveiklun með yfirfærslutaugaveiklun sem millilið og sálgreinand- ann sem blóraböggul. Þessar hugmyndir tekur Shoshana Feldman upp. Hún notar jöfnum höndum kenningar frá Freud og útleggingar franska sálgreinandans Lacan á þeim. Hún er jafnframt einn af leiðandi post-strúktúralistum í Bandaríkjun- um (í Yale) og þar af leiðandi trúir hún ekki á að endanlegar „merkingar" eða „svör“ sé að finna í kenningakerfum eða bókmenntatextum. Afstaða hennar til sálgreiningarinnar er afar gagnrýnin en hún hafnar ekki fræði- greininni og telur hana eiga erindi við bókmenntirnar. Hins vegar gagnrýnir hún það harðlega hvernig sálgreining hefur verið notuð til að túlka eða beinlínis „þýða“ bókmenntatexta. Shoshana Feldman varpar fram þeirri hugmynd að bókmenntatextinn sé í raun og veru fjöldi yfirfærsla í báðum þeim merkingum sem Freud lagði í hugtakið.3 Samband höfundar og lesanda getur til dæmis verið yfirfærslu- samband. Þetta orðaði Guðbergur Bergsson svona: „Listamaðurinn óttast gagnrýnandann, á svipaðan hátt og slóttugur sjúklingur geðlækni. . . Lista- maðurinn óttast að annar en hann komist að innsta kjarna efniviðarins."4 Shoshana Feldman myndi ekki samþykkja að neinn „innsti kjarni" eða endanleg merking væri fólgin í bókmenntaverkinu. Hún bendir á að öll frásögn felur í sér hið ósagða. Ef sá sem segir frá ætti sér ekki „leyndarmál“, byggi ekki yfir einhverju ósögðu, þyrfti hann ekki að segja frá. Höfund- urinn vill segja leyndarmál sitt — og þó vill hann það ekki. Astæðan fyrir óvilja hans er einfaldlega sú að hann veit ekki hvert leyndarmálið er. Það býr í þögninni, hinu ósegjanlega, í dulvitund hans. Bókmenntasköpunin er þannig að einhverju leyti sjálfskönnun höfundarins og hann býr til sögu eftir sögu, persónur og leikendur sem eru yfirfærslumyndir þess sem hann vill og vill þó ekki segja lesandanum.5 Sá sem er í sálgreiningu endurtekur sögu sína í nýjum og nýjum myndum og dýpkar stöðugt sjálfsþekkingu sína og greiningu með hjálp sálgreinand- ans. Það bregst hins vegar ekki að sjúklingurinn heldur að sálgreinandinn viti fyrirfram hvert vandamál hans er, búi yfir þekkingunni sem getur læknað hann. En það er náttúrlega blekking. Sagan er verk sjúklingsins, sprottin úr hans eigin dulvitund og reynslu. Sálgreinandinn veit ekki nokkurn skapaðan hlut fyrr en sjúklingurinn hefur sagt sögu sína. Eins er þetta með höfund og lesanda. Höfundurinn heldur eða óttast að lesandinn viti allt fyrirfram — og öfugt. Lesandinn treystir því að textinn hafi svör við öllum þeim spurningum sem hann bæði vill og vill þó ekki fá svör við. Fyrir utan þetta meginyfirfærslusamband lesanda og höfundarins, með textann sem millilið, má greina yfirfærslusambönd á milli persóna í textanum o. s. frv. 170
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.