Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 45
MyncLir
Guðbergur Bergsson sagði: „Hlutverk gagnrýnandans er að skilja hismið
frá kjarnanum . . . þess vegna er vandi gagnrýnandans og listamannsins í
rauninni sá sami. Raunverulegur listamaður er frjósamur gagnrýnandi og
skapandi gagnrýnandi er í rauninni listamaður.“6 Shoshana Feldman myndi
vera hjartanlega sammála síðustu setningunni en ekki þessu með hismið og
kjarnann. Vegna þess að kjarninn, hin ótvíræða merking, sannleikurinn, er
ekki til öðruvísi en sem endir allra spurninga og ekkert endar allar spurning-
ar nema dauðinn. Og ef bókmenntatextinn er í eðli sínu tvíræður og alltaf að
færa merkinguna yfir á eitthvað annað, ef hann er flótti undan merkingu þá
getur merking hans aðeins verið þessi sami flótti. Verkefni okkar er þá að
rannsaka „flótta textans“ segir Shoshana Feldman, við skulum ekki spyrja
hvað þýðir textinn, heldur hvernig þýðir textinn.7
Þessar hugmyndir verða hafðar að leiðarljósi hér á eftir með nokkrum
fyrirvörum þó. Hugmyndir post-strúktúralista hafa að mörgu leyti verið
hressandi framlag í bókmenntaumræðu síðustu ára. Það hefur verið jákvætt
að fá aftur upp umræðu um fagurfræði og mælskulist bókmenntanna en
hvort tveggja varð mjög útundan í hugmyndafræðigagnrýni áttunda áratug-
arins. Ofugt við nýrýni sjötta og sjöunda áratugarins tengja post-strúkt-
úralistar fagurfræðiumræðu sína sálgreiningu, málvísindum og heimspeki
og það er líka jákvætt. En við sem tilheyrum (hinni úthrópuðu) ’68 kynslóð,
söknum pólitísks og félagslegs jarðsambands sem er gjarnan hafnað um leið
og merkingunni, ekki aðeins endanlegri heldur tímabundinni líka. En látum
það liggja á milli hluta og snúum okkur að Dýrasögu.
III
Dýrasaga er ellefu blaðsíður og skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn er tæpar
átta síður, þar er dýrasagan sögð, persónur sögunnar kynntar og sambandi
milli þeirra lýst. Fyrsta hluta lýkur með uppreisn telpunnar, hún eyðileggur
myndina. Kaflaskil eru afmörkuð með tveimur línubilum. Annar hluti er
tæpar tvær síður og segir frá viðbrögðum stjúpans. Þriðji hluti segir á rúmri
blaðsíðu frá niðurstöðu telpunnar.
Bygging sögunnar er markviss og dramatísk. Fyrsti kaflinn eða aðdrag-
andinn er lengstur og endar í risi, uppreisn telpunnar. Svo þéttist sagan,
taktur hennar verður hraðari, á eftir stuttum miðkafla kemur enn styttri
lokakafli og þar er hið eiginlega ris sögunnar, þ. e. uppgötvun barnsins. Það
er algengt í byggingu smásagna að hápunktur sögunnar felist í endi hennar
— en hér hlýtur maður að taka eftir hliðstæðum í byggingu sjálfrar smásög-
unnar og dýrasögunnar sem sögð er í henni.
I flóttasögu hvíta dýrsins segir:
171