Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 45
MyncLir Guðbergur Bergsson sagði: „Hlutverk gagnrýnandans er að skilja hismið frá kjarnanum . . . þess vegna er vandi gagnrýnandans og listamannsins í rauninni sá sami. Raunverulegur listamaður er frjósamur gagnrýnandi og skapandi gagnrýnandi er í rauninni listamaður.“6 Shoshana Feldman myndi vera hjartanlega sammála síðustu setningunni en ekki þessu með hismið og kjarnann. Vegna þess að kjarninn, hin ótvíræða merking, sannleikurinn, er ekki til öðruvísi en sem endir allra spurninga og ekkert endar allar spurning- ar nema dauðinn. Og ef bókmenntatextinn er í eðli sínu tvíræður og alltaf að færa merkinguna yfir á eitthvað annað, ef hann er flótti undan merkingu þá getur merking hans aðeins verið þessi sami flótti. Verkefni okkar er þá að rannsaka „flótta textans“ segir Shoshana Feldman, við skulum ekki spyrja hvað þýðir textinn, heldur hvernig þýðir textinn.7 Þessar hugmyndir verða hafðar að leiðarljósi hér á eftir með nokkrum fyrirvörum þó. Hugmyndir post-strúktúralista hafa að mörgu leyti verið hressandi framlag í bókmenntaumræðu síðustu ára. Það hefur verið jákvætt að fá aftur upp umræðu um fagurfræði og mælskulist bókmenntanna en hvort tveggja varð mjög útundan í hugmyndafræðigagnrýni áttunda áratug- arins. Ofugt við nýrýni sjötta og sjöunda áratugarins tengja post-strúkt- úralistar fagurfræðiumræðu sína sálgreiningu, málvísindum og heimspeki og það er líka jákvætt. En við sem tilheyrum (hinni úthrópuðu) ’68 kynslóð, söknum pólitísks og félagslegs jarðsambands sem er gjarnan hafnað um leið og merkingunni, ekki aðeins endanlegri heldur tímabundinni líka. En látum það liggja á milli hluta og snúum okkur að Dýrasögu. III Dýrasaga er ellefu blaðsíður og skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn er tæpar átta síður, þar er dýrasagan sögð, persónur sögunnar kynntar og sambandi milli þeirra lýst. Fyrsta hluta lýkur með uppreisn telpunnar, hún eyðileggur myndina. Kaflaskil eru afmörkuð með tveimur línubilum. Annar hluti er tæpar tvær síður og segir frá viðbrögðum stjúpans. Þriðji hluti segir á rúmri blaðsíðu frá niðurstöðu telpunnar. Bygging sögunnar er markviss og dramatísk. Fyrsti kaflinn eða aðdrag- andinn er lengstur og endar í risi, uppreisn telpunnar. Svo þéttist sagan, taktur hennar verður hraðari, á eftir stuttum miðkafla kemur enn styttri lokakafli og þar er hið eiginlega ris sögunnar, þ. e. uppgötvun barnsins. Það er algengt í byggingu smásagna að hápunktur sögunnar felist í endi hennar — en hér hlýtur maður að taka eftir hliðstæðum í byggingu sjálfrar smásög- unnar og dýrasögunnar sem sögð er í henni. I flóttasögu hvíta dýrsins segir: 171
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.