Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 48
Tímarit Máls og menningar
telpan trúi ekki sögum móðurinnar, þær standist ekki samanburð við
„ómerkilegustu sögur stjúpans.“ Ef við værum enn að fylgja hugrenningum
mannsins, væri hann enn frumlag frásagnarinnar og hefði ekki verið valið
nafnorð þarna heldur eignarfornafn.
Eftir þessi skil tekur alvitur höfundur við frásögninni af myndugleik. Það
er engu líkara en hann sé sloppinn undan yfirráðum stjúpans. Hann dregur
þræðina saman, gefur stutt yfirlit yfir ástandið, sviðsetur samtal mæðgn-
anna, lætur sig hverfa á meðan það fer fram en fylgir svo sögunni fast eftir til
loka.
Telpan fær mest rúm af persónunum í síðari hluta sögunnar. Hún talar
með eigin orðum en oftast talar alvitur höfundur þó fyrir hana, lýsir henni
og greinir hana. Um leið sýnir höfundur að hann ræður yfir þessari
persónu, hún er skjólstæðingur hans og hann vill hafa áhrif á mat lesandans
á henni. I lokakaflanum er barninu lýst utan frá fyrst, síðan taka við hröð
skipti; úr frásögn í dulda, beina ræðu, í frásögn aftur og lokaorð sögunnar
sem eru þessi:
Barnið kreisti myndina í köldum sveittum lófanum í ráðþrota angist. Litla
dýrib átti enga von — þab var dauöadtemt og komst aldrei í holu sína. (132)
Hér er ómögulegt að sjá hver talar, höfundur eða telpan. Telpan verður
„eitt með þessu litla, dauðhrædda, ofsótta dýri“ (132) og frásögnin verður
eitt með þessari litlu ofsóttu telpu.
Það má þannig segja að frásagnaraðferðin endurtaki eða endurspegli
flóttamynstur aðalsögunnar. Höfundur vill ekki sýna yfirráð sín yfir
„manninum", við eigum að nálgast hann á hans eigin forsendum en okkur er
um leið gert það erfitt; það er svo mikil spenna, óróleiki, í textanum að hann
sendir býsna óákveðin skilaboð. Við höfum séð hvernig stöðugt er skipt á
milli nútíðar og þátíðar í texta mannsins og jafnframt flöktandi, óákveðið
samband hans og höfundar. Þar eru líka önnur og undarlegri skipti.
Sagan hefst inni í miðri frásögn mannsins, í dýrasögu hans og hugleiðing-
um um áhrif sögunnar á telpuna. Þetta verður nútíð sögunnar, frásagnartím-
inn. A næstu blaðsíðu (122) kemur endurlit mannsins: „Fyrst í stab hafði
hún legið yfir myndinni . . .“ og „/ fyrstu hafði hún vonað . . .“ I þessu
endurliti, í fortíðinni, heldur maburinn áfram dýrasögunni og segir hana til
enda. Að því loknu fer hann út (125). Skyndilega er hann þó kominn aftur
og farinn að segja frá deilum sínum og móðurinnar. Þessi órökréttu stökk í
tíma og rúmi eru aðeins í fyrri hluta sögunnar, í hluta mannsins. Þau skapa
andrúmsloft óhugnaðar þar sem tíminn líður aftur á bak og menn eru
komnir þegar þeir eru farnir. Undan þessu er flúið fram í textann en undir
174