Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 49
MyncLir lokin brestur aftur flótti í textann, eins og hann vilji komast aftur „í holu sína“ — en að því komum við aftur hér á eftir. IV Það er ljóst að saga stjúpans, sagan í sögunni, gegnir lykilhlutverki. I þeirri sögu er stjúpinn/höfundurinn að segja telpunni/lesandanum eitthvað óhemjulega mikilvægt. Saga stjúpföðurins segir frá stóru dýri sem eltir lítið dýr og drepur það. Stóra dýrið drepur ekki sér til matar heldur sér til skemmtunar. Þegar það hefur hvílt sig eftir dráp litla dýrsins snýr það sér að næsta dýri — fýsn þess er óseðjandi. Það er alveg ljóst og raunar undirstrikað í textanum að saga stjúpans fjallar um hann sjálfan og telpuna. Samsömun hans við stóra dýrið og innlifun í söguna er slík að hann missir sögumannsgrímuna: Því finnst þetta svo hlægilegt allt saman. Já. Ha-ha-ha-ha-ha! Og litla dýrið reynir að skreiðast í skjól, — það langar til að deyja sem fyrst. Það vonar að stóra dýrið sjái sig ekki — það er svo vitlaust, svo óskaplega heimskt! Ha-ha- ha-ha! (123-124) Frásögnin af drápinu á litla dýrinu er þrungin sadisma.8 Því er lýst hvernig kroppur litla dýrsins er opnaður með kviðristu svo að þarmarnir vella út. Og eftir þessa sársaukafullu „opnun" flýr litla dýrið áfram í dauðans angist en svo segir: Það er svo ruglað af ótta og kvöl að það snýr við og bröltir í blindni aftur til stóra dýrsins . . . (124) Litla dýrið liggur og „vonar að nú komi dauðinn og miskunni sig yfir það. Það vonar að dauðinn komi fljótt“ — en stóra dýrið dregur gamanið á langinn uns hámarki er náð og „allt löðrandi í blóði og allt grasið og öll jörðin í kring.“ (124) Hinar kynferðislegu tilvísanir leyna sér ekki. Flestum finnst að „sársauki“ og „sæla“ séu ekki aðeins andstæður heldur útiloki þau hvort annað. I sadismanum sameinast þessar andstæður og ekki aðeins þær heldur líka andstæðurnar „árásargirni" og „óvirkni". Sadistinn er alltaf masókisti líka, sagði Freud.9 I sögu stjúpans er sagt frá tilfinningum stóra og litla dýrsins á víxl á athyglisverðan hátt. Hinn alvitri höfundur í sögu stjúpans sér aðeins inn í hugskot aðalpersónu sinnar þ. e. stóra dýrsins. Hins vegar getur stóra dýrið „lesið“ hugsanir litla dýrsins: En það kemst ekki langt. Og stóra dýrið sleikir út um og hlær, það er svo skynsamt að það veit það. Stóra dýrið veit alveg hvað skeður næst. (124) 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.