Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 53
Myndir Hann reynir að „lesa“ ráðninguna úr andliti og viðbrögðum telpunnar og eignar henni þar með sína eigin (dulvituðu) þekkingu. Hann tekur sér stöðu sjúklingsins og ætlar henni hlutverk sálgreinandans. Telpan laðast og sogast að sögum hans. Hún lítur upp til stjúpföðurins; hún hefur ekki tileinkað sér flámæli móðurinnar, tekur mynd hans fram yfir myndir hennar og jafnvel „ómerkilegustu sögur“ stjúpans eru betri en sögur móðurinnar. „Þó var þessi nýja saga allra best“ segir í texta hennar. Af hverju er þessi nýja, hryllilega saga „allra best“? Af hverju les telpan myndina og fer með söguna aftur og aftur, þó að stjúpinn sé hvergi ná- lægur? Þegar hún eyðileggur myndina segir: Töframagn myndarinnar hvarf. Hún varð næstum skoplega einskisvirði. Heill heimur kvala og skelfinga hrundi í rúst og eftir varð hversdagslega frið- sælt ekkineitt. (128) Þetta hversdagslega, friðsæla ekkineitt hefur tvöfalda tilvísun. Það gæti vísað til hversdagslegrar samveru telpunnar og móðurinnar á undan en það gæti líka vísað til dauðans, þar sem öllum átökum lýkur. Það má lesa tvö- falda tilvísun til móður(lífs) og dauða úr þessari lýsingu: Án þess að hika klippti telpan þvert yfir spássíuna upp í myndina og klippti litla hvíta dýrið út. Eftir varð stórt sporöskjulagað gat. (128) Þetta mætti líka lesa sem mynd af fæðingu þar sem telpan tekur dýrið heilt uppúr myndinni. En endurfæðing yrði aðeins fæðing til sömu erfið- leikanna og afturhvarf í öryggi og skjól fósturtilverunnar er aðeins mögulegt í dauðanum. Telpan á ekkert val: „Litla dýrið . . . komst aldrei í holu sína.“ Um leið laðast telpan að sköpun stjúpföðurins, valdi hans á máli og bók- menntum og túlkun myndlistar. Hún er milli tveggja elda og afstaðan til föðurins skiptir höfuðmáli í textanum. Samúð og samsömun höfundar með litlu telpunni er augljós og lokaorðin eru full af sorg. En höfundurinn er líka höfundur stjúpans. Hann vill ekki taka ábyrgð á þeirri persónu, gerist ópersónulegur, þvær hendur sínar af sadisma stjúpans. Um leið er textinn sem stjúpföðurnum er lagður í munn brotnari en frásögnin af telpunni og bent hefur verið á að þar sem rökfesta yfirborðstexta rofnar, þar sem „göt“ myndast í frásögninni, ósamræmi, merkingarbærar þagnir — þar leiti dulvitundin fastast fram í textanum. Þetta sé líka einkenni á textum höfunda sem eru ekki alveg sáttir við sögu- mennsku sína, vald sitt og skipulagsskyldu eða það sem Lacan kallar „hið táknræna lögmál“ — lögmál föðurins.12 Er það þá grimmd föðurins eða 179
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.