Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 78
Tímarit Máls og menningar verklýðsstéttarinnar, eins og þar, á menningin fyrir sér hraðan vöxt og víðtæka þróun. En þess verða menn að gera sér skýra grein, að verklýðs- menningin tekur að skapast og getur náð mikilli þróun, þótt fáskrúðugri sé, áður en verkalýðurinn hefir náð sigri í stéttabaráttunni. Einmitt í sjálfri stéttabaráttunni leggur verkalýður grundvöll menningar sinnar og skapar lífþrungin listaverk. Þýski verkalýðurinn á t. d. orðið mikla menningu, fjölda ágætra verka, einnig ungverski og japanski verkalýðurinn o. s. frv. Þetta er staðreynd, og lærdómur þeim skáldum okkar, er kynnu að vera veikir fyrir þeirri tilhæfulausu staðhæfing, að hlutverk verklýðsskáldanna tæki fyrst við eftir byltinguna. Og þetta er okkur nauðsynlegt til skilnings á greining þeirri, sem á sér þegar orðið stað í nútímaskáldskap okkar. Og sá skilningur er okkur aðalatriði, því að hann sýnir okkur mörkin milli borgaramenningarinnar og verklýðsmenningarinnar, og reyndar á öðrum stað en margir verklýðssinnar munu ætla. Frá sjónarmiði byltingarsinnaðrar stéttabaráttu sjáum við gegn um þokuna, er umlykur þessi mörk. Og það er undirstöðuatriði hverjum byltingarsinnuðum rithöfundi. Það má ekki minna vera en við kunnum skilgreining á hugtakinu byltingarsinnaður rithöfundur. Við þurfum að vita, hverir geta talist í þeirra flokki. Við þurfum að eiga ákveðna afstöðu til skálda eins og Davíðs Stefánssonar eða Guðmundar Kamban. Við þurfum eins að marka afstöðu þeirra, er nær standa, eins og Sigurðar Einarssonar, Jóhannesar úr Kötlum. Frá sjónarmiði borgaranna eru bæði Davíð og Kamban róttækir höfundar. En frá sjónar- miði byltingarsinnaðrar stéttabaráttu verður annað uppi á teningnum. Þá kemur ekki eingöngu í Ijós, að öll skáld okkar, minnsta kosti fram á árið 1930, eru meira og minna borgaraleg. En á síðastliðnum áratug hafa verið að kvíslast skáld úr borgarastéttinni yfir til verkalýðsins og sum svo róttæki- lega, að borgararnir fjandsköpuðust við þau um skeið til þess síðar að dá þau enn meir (Þorberg og Kiljan). Það má einkenna þetta tímabil með orðinu frjálslyndi í hugsun og skoðunum. Við höfum átt einn imperialista og einn kulakka3, er kveðið hefir að í skáldaheiminum, þá Einar Ben. og Guðmund á Sandi. Þeir báðir hafa verið stríðlundaðir auðvaldssinnar og flutt allhreinræktaða ideologi borgaranna. Onnur borgaraskáldin hafa verið meyrlundaðri og hvikulli. Einar Kvaran flýði yfir á sérsvið sitt: spiritism- ann. Davíð Stefánsson var uppfullur af brjóstgæðum við fátæklingana og fjandskap út í eina stoð auðvaldsins a. m. k., kirkjuna. Og síðar kom hvellurinn: Bréf til Láru, Vefarinn mikli frá Kasmír, Alþýðubókin, mis- kunnarlausar ádeilur á auðvaldsskipulagið og ídeologíu þess. Og síðan hefir í rauninni enginn íslenskur höfundur verið svo hirðulaus um nafn sitt og orðstír, að taka málstað auðvaldsins. Hin borgaralega þenkjandi skáld völdu sér nýjan vettvang. Það verður beinlínis tíska að níða auðvaldið í einhverri 204
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.