Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 78
Tímarit Máls og menningar
verklýðsstéttarinnar, eins og þar, á menningin fyrir sér hraðan vöxt og
víðtæka þróun. En þess verða menn að gera sér skýra grein, að verklýðs-
menningin tekur að skapast og getur náð mikilli þróun, þótt fáskrúðugri sé,
áður en verkalýðurinn hefir náð sigri í stéttabaráttunni. Einmitt í sjálfri
stéttabaráttunni leggur verkalýður grundvöll menningar sinnar og skapar
lífþrungin listaverk. Þýski verkalýðurinn á t. d. orðið mikla menningu,
fjölda ágætra verka, einnig ungverski og japanski verkalýðurinn o. s. frv.
Þetta er staðreynd, og lærdómur þeim skáldum okkar, er kynnu að vera
veikir fyrir þeirri tilhæfulausu staðhæfing, að hlutverk verklýðsskáldanna
tæki fyrst við eftir byltinguna. Og þetta er okkur nauðsynlegt til skilnings á
greining þeirri, sem á sér þegar orðið stað í nútímaskáldskap okkar. Og sá
skilningur er okkur aðalatriði, því að hann sýnir okkur mörkin milli
borgaramenningarinnar og verklýðsmenningarinnar, og reyndar á öðrum
stað en margir verklýðssinnar munu ætla. Frá sjónarmiði byltingarsinnaðrar
stéttabaráttu sjáum við gegn um þokuna, er umlykur þessi mörk. Og það er
undirstöðuatriði hverjum byltingarsinnuðum rithöfundi. Það má ekki
minna vera en við kunnum skilgreining á hugtakinu byltingarsinnaður
rithöfundur. Við þurfum að vita, hverir geta talist í þeirra flokki. Við
þurfum að eiga ákveðna afstöðu til skálda eins og Davíðs Stefánssonar eða
Guðmundar Kamban. Við þurfum eins að marka afstöðu þeirra, er nær
standa, eins og Sigurðar Einarssonar, Jóhannesar úr Kötlum. Frá sjónarmiði
borgaranna eru bæði Davíð og Kamban róttækir höfundar. En frá sjónar-
miði byltingarsinnaðrar stéttabaráttu verður annað uppi á teningnum. Þá
kemur ekki eingöngu í Ijós, að öll skáld okkar, minnsta kosti fram á árið
1930, eru meira og minna borgaraleg. En á síðastliðnum áratug hafa verið að
kvíslast skáld úr borgarastéttinni yfir til verkalýðsins og sum svo róttæki-
lega, að borgararnir fjandsköpuðust við þau um skeið til þess síðar að dá
þau enn meir (Þorberg og Kiljan). Það má einkenna þetta tímabil með
orðinu frjálslyndi í hugsun og skoðunum. Við höfum átt einn imperialista
og einn kulakka3, er kveðið hefir að í skáldaheiminum, þá Einar Ben. og
Guðmund á Sandi. Þeir báðir hafa verið stríðlundaðir auðvaldssinnar og
flutt allhreinræktaða ideologi borgaranna. Onnur borgaraskáldin hafa verið
meyrlundaðri og hvikulli. Einar Kvaran flýði yfir á sérsvið sitt: spiritism-
ann. Davíð Stefánsson var uppfullur af brjóstgæðum við fátæklingana og
fjandskap út í eina stoð auðvaldsins a. m. k., kirkjuna. Og síðar kom
hvellurinn: Bréf til Láru, Vefarinn mikli frá Kasmír, Alþýðubókin, mis-
kunnarlausar ádeilur á auðvaldsskipulagið og ídeologíu þess. Og síðan hefir
í rauninni enginn íslenskur höfundur verið svo hirðulaus um nafn sitt og
orðstír, að taka málstað auðvaldsins. Hin borgaralega þenkjandi skáld völdu
sér nýjan vettvang. Það verður beinlínis tíska að níða auðvaldið í einhverri
204