Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 82
Tímarit Máls og menningar hefja bréfaskifti við verkamenn út um land, og hér verðum við að ná til allra, sem hugsa sér að yrkja og rita fyrir verklýðshreyfinguna. Hin byltingarsinn- uðu skáld ættu einnig að temja sér að skrifa greinar í byltingarsinnuðu blöðin. En fyrst og fremst er um það að gera að ala upp í þessu félagi kjarna byltingarsinnaðra rithöfunda, menn sem skilja sitt byltingarhlutverk, starfa og yrkja í samræmi við stefnuskrá okkar og þær ályktanir, er við gerum. Hér er ekki nóg að skilja og samþykkja, heldur jafnóðum koma í fram- kvæmd þeim verkefnum, sem við sjáum, að okkar bíða. Er við höfum t. d. komist að niðurstöðu um, hvert nauðsynlegast sé á þessum tíma að beina ádeilum okkar, þá verða framkvæmdirnar að fylgja. Og eg geri það að tillögu minni, að við semjum ályktun um menningarástandið og starfslínur fyrir veturinn. I starfi okkar þurfum við að læra að verða samtaka og láta þunga þess koma á einn stað niður. Eg nefni sem dæmi, að efling ríkislög- reglu er einhver hættulegasta ráðstöfun auðvaldsins. Við komum okkur saman um í þessu félagi, hvernig heppilegast sé í skáldskap að berjast gegn henni. Um leið og það hefir verið gert hefði skáldin samkeppni um sögu, er best næði þessum tilgangi.9 Mörg önnur dæmi mætti nefna, t. d. hlutleysis- grímu skáldanna eða bull þeirra. Eða þá, hvað snerti hið jákvæða starf, einhvern baráttuþátt verkalýðsins, í launamálum, fátækramálum o. s. frv. Ennfremur setjum við fram ákveðnar aðferðir, við yrking kvæðis eða samning sögu. Skáldin verða jafnóðum að tileinka sér þær og gera tilraunir með þær. Allt þetta heyrir til stefnufestu og aga innan félagsins, þar sem hver verður að telja skyldu sína að hvetja og efla annan. Þá er annað atriði, hvernig eigum við að skapa okkur þann grundvöll, að við náum til lesendanna. Þar liggur fyrir þýðingarmikið mál, sem við verðum að komast að niðurstöðu um. Þá verðum við fyrst og fremst að varast, að dæma lesendurna einvörðungu eftir skáldunum, er þeir þegar virðast meta mest. Það er engin vissa fyrir því, að slíkt endurspegli réttilega smekk þeirra, og í öðru lagi mætti eflaust hafa áhrif á hann. Það er enginn vafi, að hinir háborgaralegu höfundar, eins og Einar Ben., Guðmundur á Sandi, Einar Kvaran jafnvel, eru minna og minna lesnir. Lesendahópur Davíðs fer líka áreiðanlega minnkandi. Aftur á móti eykst lesendahópur Jóhannesar úr Kötlum, Halldórs Stefánssonar, og sérstaklega Kiljans,,þ. e. hinna róttækustu manna. Það er ekki nokkur vafi á því, að nýju efnin, nútímaspurningarnar og vandamálin, beinlínis félagsmálin, draga meira en nokkru sinni áður að sér aðalathygli alls þorra verkalýðsins og langt upp í millistétt. Það má telja útilokað, að nýr höfundur muni kveðja sér hljóðs með gömlum yrkisefnum, ástarsögum, sögulegum sögum, nema því að eins að ákveðið nýtt viðhorf komi fram við þessum efnum. Menn kveðja sér heldur 208
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.