Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 82
Tímarit Máls og menningar
hefja bréfaskifti við verkamenn út um land, og hér verðum við að ná til allra,
sem hugsa sér að yrkja og rita fyrir verklýðshreyfinguna. Hin byltingarsinn-
uðu skáld ættu einnig að temja sér að skrifa greinar í byltingarsinnuðu
blöðin. En fyrst og fremst er um það að gera að ala upp í þessu félagi kjarna
byltingarsinnaðra rithöfunda, menn sem skilja sitt byltingarhlutverk, starfa
og yrkja í samræmi við stefnuskrá okkar og þær ályktanir, er við gerum.
Hér er ekki nóg að skilja og samþykkja, heldur jafnóðum koma í fram-
kvæmd þeim verkefnum, sem við sjáum, að okkar bíða. Er við höfum t. d.
komist að niðurstöðu um, hvert nauðsynlegast sé á þessum tíma að beina
ádeilum okkar, þá verða framkvæmdirnar að fylgja. Og eg geri það að
tillögu minni, að við semjum ályktun um menningarástandið og starfslínur
fyrir veturinn. I starfi okkar þurfum við að læra að verða samtaka og láta
þunga þess koma á einn stað niður. Eg nefni sem dæmi, að efling ríkislög-
reglu er einhver hættulegasta ráðstöfun auðvaldsins. Við komum okkur
saman um í þessu félagi, hvernig heppilegast sé í skáldskap að berjast gegn
henni. Um leið og það hefir verið gert hefði skáldin samkeppni um sögu, er
best næði þessum tilgangi.9 Mörg önnur dæmi mætti nefna, t. d. hlutleysis-
grímu skáldanna eða bull þeirra. Eða þá, hvað snerti hið jákvæða starf,
einhvern baráttuþátt verkalýðsins, í launamálum, fátækramálum o. s. frv.
Ennfremur setjum við fram ákveðnar aðferðir, við yrking kvæðis eða
samning sögu. Skáldin verða jafnóðum að tileinka sér þær og gera tilraunir
með þær. Allt þetta heyrir til stefnufestu og aga innan félagsins, þar sem
hver verður að telja skyldu sína að hvetja og efla annan.
Þá er annað atriði, hvernig eigum við að skapa okkur þann grundvöll, að
við náum til lesendanna. Þar liggur fyrir þýðingarmikið mál, sem við
verðum að komast að niðurstöðu um. Þá verðum við fyrst og fremst að
varast, að dæma lesendurna einvörðungu eftir skáldunum, er þeir þegar
virðast meta mest. Það er engin vissa fyrir því, að slíkt endurspegli réttilega
smekk þeirra, og í öðru lagi mætti eflaust hafa áhrif á hann. Það er enginn
vafi, að hinir háborgaralegu höfundar, eins og Einar Ben., Guðmundur á
Sandi, Einar Kvaran jafnvel, eru minna og minna lesnir. Lesendahópur
Davíðs fer líka áreiðanlega minnkandi. Aftur á móti eykst lesendahópur
Jóhannesar úr Kötlum, Halldórs Stefánssonar, og sérstaklega Kiljans,,þ. e.
hinna róttækustu manna. Það er ekki nokkur vafi á því, að nýju efnin,
nútímaspurningarnar og vandamálin, beinlínis félagsmálin, draga meira en
nokkru sinni áður að sér aðalathygli alls þorra verkalýðsins og langt upp í
millistétt.
Það má telja útilokað, að nýr höfundur muni kveðja sér hljóðs með
gömlum yrkisefnum, ástarsögum, sögulegum sögum, nema því að eins að
ákveðið nýtt viðhorf komi fram við þessum efnum. Menn kveðja sér heldur
208