Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 90
Tímarit Máls og menningar Málfríður ólst upp hjá föðurfólki sínu í Þingnesi í Bæjarsveit, en þangað fór hún fárra vikna gömul. Minnist hún Onnu föðursystur sinnar sérlega hlýlega, en við föður sinn virðist hún ekki hafa haft mikil tengsl. Víða í skrifum hennar kemur fram þráin eftir föðurhúsum, og ef til vill fyrirgaf hún föður sínum ekki að hafa látið hana frá sér. Hún segir svo um móður sína: „Til er af henni mynd, og ógn kann ég vel við augnsvipinn . . . faðir minn hafði verri svip til augnanna, það var deyfðarsvipur . . .“ Og áfram: „Atrúnað held ég faðir minn hafi engan haft, nema hafi verið trúnaður á goð . . . Aldrei fékk ég að vita hvaða átrúnað móðir mín hafði, ég heyrði svo fátt eftir henni haft. Heimskt var þetta fólk að muna ekki neitt sem hún sagði.“ (Sst. 22, 23) Málfríður líkir æsku sinni við blómið helianthus, sólarblóm, sem vildi ekki springa út í stofunni hjá henni í Þingnesi, „því leiddist að lifa og dó óútsprungið. Svona leiddist mér einnig að lifa stundum í æskunni og fannst ég ekki springa út. . . sálarkornið sem mér óx týndist mér, og vaknaði ég oft við það með söknuði, að ég fann að farið var það sem aldrei varð bætt.“ (Sst. 55) Hún segir að í skrifum sínum megi ævinlega „grilla í þann harða kjarna sem svo erfitt er að mylja. Það er jafnvel haldið að dauðinn muni ekki á honum vinna.“ (Sst. 9) Anna kenndi henni að lesa, lítilsháttar segist hún hafa lært að draga til stafs, í reikningsmennt ekkert. Einnig var henni kennt að taka lykkju, sauma krossspor og hekla. „Allt það sem ég lærði áður en ég varð sex ára, hefur mér orðið tamt, en allt önugt sem reynt var að troða í mig síðar, og því held ég það að börn skuli byrja skólanám tvæ- eða þrevetur og hafa lokið því innan tólf ára eða fyrr, og að ekki megi kenna börnum of margt, en vel það sem kennt er.“ (Sst. 69) Á unglingsárum gekk hún einn vetur í skóla Sigurðar Þórólfssonar á Hvítárbakka, en um 1920 fór hún í Kennaraskólann. I þá daga voru hlutföll milli kynja í kennaramennt önnur en eru nú: „Við vorum þrjár, allar á peysufötum, og Jóhannesi úr Kötlum þótti við gamlar og langaði ekki til að dansa við okkur. Við vorum ámóta skikkanlegar sem við vorum svartklædd- ar.“ (Sst. 222) Ekki nefnir hún hve margir skólabræðurnir voru, en þegar þeir fóru í pontu og fóru að tala, þá lá við að henni sortnaði fyrir augum og hún sypi hveljur, „því þetta voru svo lærðir menn, svo miklir menn, svo háir menn, svo veltalandi, mjögtalandi, hraðtalandi, skýrttalandi, djúpthugsandi, hraðhugsandi, velhugsandi, næmthugsandi, fagurhugsandi, æ, endalaust er tungumálið, eins og vatnið í krana mínum . . .“ (Sst. 223) Aldrei starfaði hún við kennslu og mun hugur hennar ekki hafa beinst til slíkra hluta. Mun hefði átt betur við hana nám í völdum eftirlætisgreinum í háskóla og þá sérstaklega í bókmenntum og sögu og þó einkum listasögu, 216
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.