Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 97
Um strammaskáldskap Málfríðar þetta verra. Þess vegna breyti ég litlu.“ (Þjóðv.) Svona vann hún ekki við myndir sínar. Hún rakti upp og breytti eftir því sem henni þótti betur fara. Velti fyrir sér myndbyggingunni og litasamsetningunni fram og aftur. „Ég teikna sjálf megnið af þessum ófreskjum sem ég sauma, — einstaka krossfiski hef ég þó stolið og Svavar Guðnason hefur teiknað ýmis kvikindi fyrir mig. Svo hef ég stækkað upp myndir eftir Kjarval og tekið upp gömul munstur . . . listelskur maður sagði mér að verk mín væru surrealistisk ..." (Þjóðv.) Málfríður hafði næmt auga fyrir því dekoratíva. Fyrirmyndir sínar sótti hún gjarnan í vatn, sjó, allt sem lifði í bleytu. „ . . . undi ég mér vel í mörg næstu ár við að skoða regnpolla og yfirleitt alla bleytu, allt sem blautt var og gljáði, það vaktist upp í þessu fegurð og skraut sem af öðrum heimi.“ (Sál. 35) Þetta auga nýtist henni svo þegar hún fer að sauma eftir gömlum mexíkönskum mynstrum. Þeim kynntist hún hjá listahjónunum Sigrúnu Guðjónsdóttur og Gesti Þorgrímssyni, en einmitt á þeim tíma skreyttu þau leirmuni sína oft með slíkum mynstrum. Málfríður lék sér að mynstrunum á sinn hátt, í sambandi við liti og uppröðun. Sköpunargleðin dreif hana áfram, hvort sem var við skriftir eða krosssaum. Ég bað Hildi Hákonardóttur, vefara að segja álit sitt á strammaskáld- skapnum: Aðspurð hvað mér þætti um púðana hennar Málfríðar kom mér fyrst í hug þessi þrjóska okkar kvennanna, að viðurkenna ekki hvað krosssaumurinn er óþjáll til frjálsrar listsköpunar vegna jafnleika sporanna. Málfríður var ekki ein um þessa þrjósku og ekki heldur framsæknar danskar hannyrðakonur millistríðsáranna. Sophie Taeuper-Arp gerði undurfagrar krosssaumsmyndir í hita Dadaismans. Skýringin á þessari þrjósku er ef til vill sú að þetta er nú einu sinni sparisporið okkar, sem helst ekki mátti sauma nema á sunnudögum, ekki af því að það væri heilagt, heldur af því að það var ekki nytsamlegt. Krosssaumurinn hefur þá sérstöðu, sökum þess hve grófan grunn þarf undir hann, að hann er helst notaður til myndgerðar en ekki eins og flest önnur útsaumsspor til að fegra flíkur. Eðlis síns vegna er hann skyldur flosi og hnútateppum og hefur mörgum þjóðum í Austurlöndum og í Ameríku fyrr á öldum tekist að gæða verk sín fágætu lífi þrátt fyrir allar takmarkanir. Sama má segja um myndvefnaðinn þar sem frumeindin er millibil uppistöðu- þráðanna og þykkt ívafsins. Myndvefurinn er þó miklu frjálsari og flatarbygg- ingin allt önnur þar sem byrja verður við einn jaðarinn og halda síðan áfram þvert yfir flötinn eins og þegar regnskúr fer yfir land. Krosssaum má byrja í miðju formi, vinna sig út uns komið er að yfirborði þess, flytja sig síðan að næsta formi og svo koll af kolli og fylla síðast út í grunninn. 223
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.