Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 120
Tímarit Máls og menningar ræði fólks til náms. En allt þetta athæfi er umtal, alveg eins og verðlauna- veitingin, og það er ranglátt að því leyti og því leyti einu sem það er ósatt umtal. Og enn segi ég: hvatirnar breyta hér engu. Til dæmis virðist þorri frjálshyggjumanna vera ósköp venjulegir einfeldningar sem er ekki illa við nokkra sál. Síðari andmæli Eyjólfs eru öllu snúnari viðfangs. Þar ræðst hann gegn þeirri skoðun minni að eftir sannmæliskenningunni sé það „frumkrafa alls réttlætis, sjálfur tilverugrundvöllur þess í næstum bókstaflegum skilningi, að verðleikar mannlegra einstaklinga fái að koma fram“.7 Hér eru and- mælin: [Sannleikurinn gegnir hér] öðru hlutverki en áður í kenningunni, og jafnvel [er] um að ræða sannleika í allt öðrum skilningi en áður. Lítum enn betur á hvað Þorsteinn segir: „Og barn nýtur þá og því aðeins sannmælis að sannleik- urinn um það — allur sannleikurinn ef nokkur von væri um hann — fái að koma fram . . . Sannleikurinn er það sem í því býr.“ Eg get ekki skilið þetta öðruvísi en svo að það sem hér er kallað sannleikur sé nánast það sama og verðleikar, hinir góðu eiginleikar hvers og eins, hvort heldur þeir sem þegar eru virkir eða hinir sem í okkur blunda og gætu komið í ljós síðar. Það er verið að segja að barn njóti þá og því aðeins sannmælis að verðleikar þess fái að koma fram . . . Þó svo að Þorsteinn komist hér prýðilega að orði, virðist mér tal hans um sannleika í þessu sambandi villa lesandanum sýn og hafa villt honum sjálfum sýn. Það er eitt að segja að réttlætið sé sannsögli um verðleika fólks, hvort heldur virka eða blundandi, annað að segja að réttlætið sé það að verðleikar fólks (sannleikurinn um það í hinum nýja skilningi) fái að koma fram. Eg get ekki séð að sannleikurinn um okkur í síðari skilningnum komi neitt við þeim sannleika sem Eva braut gegn forðum. Sá löstur eða synd sem brýtur gegn þessum sannleika er kannski ranglæti — ég held þó oftar græðgi eða sinnuleysi — en ábyggilega ekki lygi: ef réttlætið er að sannleikurinn fái að koma fram, þá er ranglætið að aftra því; ef „að sannleikurinn komi fram“ merkir hér það sem mér virðist það hljóti að merkja, þá er ranglætið fólgið í því að koma í veg fyrir að verðleikar fólks fái að koma í ljós, koma í veg fyrir að það fái að njóta sín. Vera má að hér sé komið nálægt kjarna réttlætis og ranglætis. En þetta kemur venjulegum sannindum og ósannindum ekkert við, og ekki heldur sannmælum eða svikmælum eins og Þorsteinn virðist áður skilja þau orð og eðlilegast er að skilja þau. Hér virðist mér tvennt vefjast fyrir Eyjólfi. Annað er hið sama og fyrr: hann getur ekki séð að sá sem kemur í veg fyrir að fólk fái að njóta sín sé brotlegur við sannleikann. Við þessu hef ég það eitt að segja sem ég hef þegar sagt. Hitt er miklu dýpra og skemmtilegra og markverðara og lýtur að því sem hann telur vera tvennan skilning sannleikans hjá mér. Hugmyndin 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.