Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 121
Sannleikurinn og lífið
er sú að ég hafi jafnaðarmerki milli sannleika og verðleika, en sá sannleikur
sem er verðleikar sem eigi að koma fram komi venjulegum sannindum og
ósannindum ekkert við.
Ég veit ekki hvort ég skil þetta rétt, en mér virðist hugsun Eyjólfs vera
eitthvað á þá leið sem nú skal greina. Fólk virðir sannindi með því að neita
þeim ekki þegar þau blasa við því: með því móti, til dæmis, lætur það hvern
mann njóta sannmælis. En nú er verkurinn sá að allt þetta sanngjarna fólk
getur verið öldungis skeytingarlaust um að verðleikar manna fái að koma
fram. Hugsum okkur ranglátt samfélag. Það virðist vera hægt að segja allan
sannleikann um þetta samfélag án þess að fást hið allra minnsta um
ranglætið í því. Sannleikurinn er ekki nema sá sem hann er á hverjum tíma,
þó svo hann nái yfir möguleika til viðbótar við óbrotinn veruleika, og við
hljótum að hafa eitthvað allt annað í huga en einber sannindi þegar við
krefjumst þess að fólk fái að njóta sín til hins ýtrasta, til að mynda mannlega
heill eða hamingju.
Aður en ég svara verð ég að kannast við að þann vanda sem hér er um að
ræða sá ég ekki fyrir mér nema í óljósri mynd þegar ég setti saman „Hvað er
réttlæti?" Þar er brugðizt vandræðalega við honum með óljósu tali um
„frumkröfu alls réttlætis“ og „sjálfan tilverugrundvöll þess í næstum bók-
staflegum [!] skilningi“. En nú þegar Eyjólfur hefur tekið mig í gegn sé ég
betur en áður, og þykist geta svarað síðari andmælum hans.
Hvernig sem á því stendur er maður ekki réttlátur fyrir það eitt að hann
virði réttlætið og gæti sín á ranglætinu. Réttlátur maður gerir meira: hann
stuðlar að því með ráðum og dáð að réttlætið nái fram að ganga, hann berst
gegn ranglætinu og fyrir réttlætinu. Og enn er sannleikurinn á sama báti og
réttlætið. Sannleiksást er ekki fólgin í því einu að trúa sem fæstum ósannind-
um og segja sem flest satt. Hún krefst þess líka að við leitum sannleikans og
berjumst fyrir honum. Og ég held nú að það sé af þessum sökum sem sann-
mæliskenningin krefst þess að verðleikar fólks fái að koma í ljós: sannleik-
urinn um það, og helzt af öllu allur sannleikurinn. Maður sem meinar barni
að njóta sín - til dæmis með því að stuðla að viðhaldi einhverrar þeirrar
skipanar þar sem börn fá ekki notið sín — er ekki bara virðingarlaus við
sannleikann í verkum sínum heldur starfar hann gegn honum líka.
IV
Það er rétt hjá Eyjólfi að ég er lítill nytjastefnumaður um siðferðileg efni og
jafnvel um þjóðfélagsmál. Það er meðal annars vegna þess að nytjastefnan er
miklu verri en hann vill vera láta. Hann nefnir sjálfur tvo helztu gallana á
henni. Annar er sá að það er öldungis óleystur vandi nákvæmlega hver sú
velferð er sem stefna skal að. Eyjólfur segir að þessa velferð verði að skilja
247