Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 121

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 121
Sannleikurinn og lífið er sú að ég hafi jafnaðarmerki milli sannleika og verðleika, en sá sannleikur sem er verðleikar sem eigi að koma fram komi venjulegum sannindum og ósannindum ekkert við. Ég veit ekki hvort ég skil þetta rétt, en mér virðist hugsun Eyjólfs vera eitthvað á þá leið sem nú skal greina. Fólk virðir sannindi með því að neita þeim ekki þegar þau blasa við því: með því móti, til dæmis, lætur það hvern mann njóta sannmælis. En nú er verkurinn sá að allt þetta sanngjarna fólk getur verið öldungis skeytingarlaust um að verðleikar manna fái að koma fram. Hugsum okkur ranglátt samfélag. Það virðist vera hægt að segja allan sannleikann um þetta samfélag án þess að fást hið allra minnsta um ranglætið í því. Sannleikurinn er ekki nema sá sem hann er á hverjum tíma, þó svo hann nái yfir möguleika til viðbótar við óbrotinn veruleika, og við hljótum að hafa eitthvað allt annað í huga en einber sannindi þegar við krefjumst þess að fólk fái að njóta sín til hins ýtrasta, til að mynda mannlega heill eða hamingju. Aður en ég svara verð ég að kannast við að þann vanda sem hér er um að ræða sá ég ekki fyrir mér nema í óljósri mynd þegar ég setti saman „Hvað er réttlæti?" Þar er brugðizt vandræðalega við honum með óljósu tali um „frumkröfu alls réttlætis“ og „sjálfan tilverugrundvöll þess í næstum bók- staflegum [!] skilningi“. En nú þegar Eyjólfur hefur tekið mig í gegn sé ég betur en áður, og þykist geta svarað síðari andmælum hans. Hvernig sem á því stendur er maður ekki réttlátur fyrir það eitt að hann virði réttlætið og gæti sín á ranglætinu. Réttlátur maður gerir meira: hann stuðlar að því með ráðum og dáð að réttlætið nái fram að ganga, hann berst gegn ranglætinu og fyrir réttlætinu. Og enn er sannleikurinn á sama báti og réttlætið. Sannleiksást er ekki fólgin í því einu að trúa sem fæstum ósannind- um og segja sem flest satt. Hún krefst þess líka að við leitum sannleikans og berjumst fyrir honum. Og ég held nú að það sé af þessum sökum sem sann- mæliskenningin krefst þess að verðleikar fólks fái að koma í ljós: sannleik- urinn um það, og helzt af öllu allur sannleikurinn. Maður sem meinar barni að njóta sín - til dæmis með því að stuðla að viðhaldi einhverrar þeirrar skipanar þar sem börn fá ekki notið sín — er ekki bara virðingarlaus við sannleikann í verkum sínum heldur starfar hann gegn honum líka. IV Það er rétt hjá Eyjólfi að ég er lítill nytjastefnumaður um siðferðileg efni og jafnvel um þjóðfélagsmál. Það er meðal annars vegna þess að nytjastefnan er miklu verri en hann vill vera láta. Hann nefnir sjálfur tvo helztu gallana á henni. Annar er sá að það er öldungis óleystur vandi nákvæmlega hver sú velferð er sem stefna skal að. Eyjólfur segir að þessa velferð verði að skilja 247
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.