Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 129
fyrst og fremst vegna slælegra vinnu- bragða spyrjenda; þeir hafa ekki reynst vandanum vaxnir. Sökin er þeirra því margt af því fólki sem talað er við hefur frá mörgu fróðlegu og spaklegu að segja. Ef rétt er spurt. Viðtal getur orðið vettvangur merkra skoðanaskipta, eða „debatt"; átök tveggja persóna um ákveðin efni. Spyrj- andi er til staðar og getur árénað; fylgt spurningum sínum eftir og laðað fram þá eiginleika bókarpersónu sem mark- verðastir eru; kjarnann í lífsskoðunum hennar og viðhorfum. Og skrásetjari getur líka skilið eftir merkilegar mann- lífs og persónulýsingar eftir efnum og ástæðum — hafi hann til þess hæfileika. Og að mínu mati verður skilyrðislaust að gera meiri kröfur til fólks sem tekur þetta hlutverk að sér. Obbi viðtalsbóka samtímans eru vondar vegna þess að skrásetjarar hafa fæstir burði til þess að láta eitthvað af ofantöldu rætast; eru metnaðarlausir gagnvart þeim mögu- leikum sem fyrir hendi eru. Því það er hægt að gera góða viðtalsbók, það hefur m. a. Matthías Johannessen sýnt og sannað. Og nú nafni hans, Matthías Vibar Stemundsson með viðtalsbókinni Stríði og söng sem Forlagið gaf út nú fyrir jólin. Sú bók er góð vegna þess að hún er sérlega vel unnin. Hún er gefandi vegna þess að viðmælendurnir hafa eitthvað að segja og eru spurðir spurninga sem lúta að grundvallarviðhorfum þeirra til lífs og listar, ástar og dauða. Hún er vel heppnuð vegna þess að hver viðmælandi fær að njóta sín; fær að leika nokkum veginn lausum hala en þó innan ákveð- ins ramma sem verður til með skýrri og skynsamlegri ritstjórn. Það er einmitt skortur á slíkri ritstýringu sem er megin veikleiki íslenskra viðtalsbóka. Alltof Umsagnir um btskur oft er rekareiðskenningunni fylgt út í hörgul, með skelfilegum afleiðingum fyrir alla aðila. Að ekki sé nú talað um þegar einnig er látið reka á reiðanum með frágang og prófarkalestur, svo verk- in verða subbuleg ofan á allt annað. Slíku er ekki til að dreifa hér. Matthías Viðar velur til viðtals sex íslensk skáld sem fædd eru á millistríðs- árunum. Oll hafa þau, hvert með sínum hætti, upplifað heimsstyrjöld, strit og kreppu, stríðsgróða og tilurð borgar- menningar að því ógleymdu að skáld- skapurinn hefur orðið þeim lífsins elex- ír; tæki til að túlka líf sitt, reynslu, við- horf. Hvert viðtal mótast vitanlega af viðmælandanum og því eru þau hvert með sínum áherslum og brennd marki viðkomandi skálds. En með markvissri ritstýringu, eins og fyrr var nefnt, tekst Matthíasi Viðari að búa til bók sem er samstæð og heilsteypt. Hann velur þann kost að taka sjálfan sig út úr viðtalinu í lokagerð þess og með því hafa viðmæl- endurnir orðið allan tímann, þótt les- andinn skynji spurningarnar að baki og að uppbyggingin er viðtals. Mér sýnist þetta hafa verið farsæl lausn. Að birta spurningar hefði verið fullkominn óþarfi og truflað þá samfellu og það frjálsræði í formi sem hér næst. Það er nánast ómögulegt að ræða ítar- lega efni jafn breiðrar og fjölbreyttrar bókar, og hér er tekinn sá kostur að gefa stutta innsýn í hvert viðtal. Til fróðleiks og samanburðar birti ég með glefsur úr því sem skáldin segja um skáldskap sinn og listina almennt; þá reynslu sem þau eiga fyrst og fremst sameiginlega. Guðrún Helgadóttir ríður á vaðið og er viðtalið við hana fjörugt og engin tæpitunga töluð. Guðrún er líklega sá viðmælandi sem mest talar um samtím- ann og vanda hans, enda starfandi 255
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.