Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 132

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 132
Tímarit Máls og menningar hátt. Hér hefur tekist að gera viðtalsbók sem er bæði skemmtileg aflestrar og það sem meira er og nýnæmi á vorum tím- um, að hún hefur víðara gildi; — bæði fyrir athuganir á verkum þessara skálda og hinn almenni lesandi er eftir lesturinn einhverju nær um lífið og tilveruna. Páll Valsson NÝ LJÓÐ Þorsteinn frá Hamri: Ný Ijód Iðunn. Reykjavík 1985. 80 s. Eftir að hafa um aldarfjórðungsskeið gefið bókum sínum nöfn, sem eru hvert öðru skáldlegra, lætur Þorsteinn frá Hamri nú við það sitja að nefna þá síðustu Ný Ijóð. Ekki er þó hægt að koma auga á neina stefnubreytingu í ljóðagerð hans sem þessi nafngift gæti átt að tákna. Ný ljóð er reyndar sundur- leitari bók en Spjótalög á spegil, sem koma næst á undan, en hún á margt sameiginlegt bæði með henni og fyrri bókum Þorsteins. Hann sækir hér víða, sem löngum fyrr, innblástur eða kveikju til þjóðsagna og annarra menja um reynslu genginna kynslóða, og þó etv. umfram allt í tungutak þeirra í tali og skrifi. I kveðskap Þorsteins með þjóðsagna- minnum eða þjóðsagnablæ ber einatt mikið á æðruleysinu, norrænni karl- mennskudyggð umfram aðrar, en oft er því samfara hófstillt glettni, næmt skyn á skoplegar og einkennilegar hliðar á einstaklingum sem horft er á úr nokk- urri fjarlægð en þó með hlýju. Hvort tveggja, æðruleysið og glettnina, verður vitaskuld að skynja í ljósi ógnandi mynda sem víða er brugðið upp af til- veru í samtímanum. Þessi minni mæta okkur strax í upphafi. I fyrsta kvæði bókarinnar yrkir Þor- steinn um Tristan, rómantíska hetju og frægastan elskhuga. En Tristan Þor- steins virðist á dauðastundinni hafa gleymt hinni stóru ást sem réttlætti líf hans og dauða. Hann er líklega, eins og nútímamaðurinn, rændur blekkingu vonarinnar, treystir engu en bíður dauðans með sælublöndnum hrolli. Er Isodd bjarta þá horfin úr þessum heimi, eða hefur hún breyst í norn, hún líka? Kvæðið er nokkuð torrætt við fyrstu sýn en miðlar djúpri og samsettri tilfinn- ingu með þeirri nákvæmni sem er aðal góðra skálda. I næsta kvæði er glettnin hins vegar ráðandi. Þar segir frá As- mundi Atlasyni, karli sem getið er um í Landnámu. Hann ann ekki öðrum að njóta með sér og fórnar glaður öllum félagsskap, „varðsveinn vökull vistabúrs í Helju“. Sá sem nennir að fletta upp í Landnámu fær í kaupbæti að vita að maðurinn átti eina af þeim konum sem reistu skála um þjóðbraut þvera. Þetta er svo sem ekki geðfelldur maður, hvorki í Landnámu né hjá Þorsteini, en mynd hans er skýr og dregin af hlutlægni. Eiginlega háþróuð kómík, því þrátt fyrir allt þykist ég skynja í kvæðinu skilning og vott af hlýju: þetta er nú til í okkur öllum. Seinfært yrði og torfært gegnum Ný Ijóð ef einhver skil ætti að gera hverju ljóði, og er bókin þó ekki mjög þykk. Þar eru innan um kvæði sem mér finnst erfitt að grynna í, eins og skáldið muldri illskiljanleg orð í barm sér, svo maður nýtur varla annars en hins djúpa og hlýja róms, sem ekki ber þó að vanmeta. Sem dæmi skal ég nefna þriðja kvæði bókar- 258
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.