Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 137
innbyrðis og misjöfn að gæðum.
T. a. m. virka ljóð á borð við „Gullgerð-
armenn" og „It rains cats and dogs“
hálfpartinn ófullburða á undirritaðan,
ekki síst ef þau eru borin saman við hið
efnismikla og innihaldsríka ljóð sem
heitir „Annar í páskum". I því ljóði
skyggnist Sigurður í reykvískan veruleik
af þekkingu og innsæi. Allar lýsingar eru
hófsamar og láta lítið yfir sér við fyrstu
sýn en vinna á við frekari lestur. Sigurð-
ur beitir m. a. endurtekningum til að
hnykkja á inntaki ljóðsins, bygging þess
er þaulhugsuð — stemmningin er mögn-
uð upp stig af stigi og nær hámarki í
lokin. Ljóðið hefur að geyma frásagnar-
kjarna og gerist á tveim sviðum. Annars
vegar er sagt frá sjómönnum sem sitja á
Kaffivagninum og „sækja fast í kleinu-
fatið / sjórinn bíður eftir þeim“. Hins
vegar er sagt frá tveim bændasonum,
báðum fæddum í þéttbýli, þar sem þeir
sitja á Oðalsbarnum. Höfgi sígur á þessa
ólánssömu bændasyni sem alltaf eru að
leita að fjörinu og þeim er að lokum
hent út samkvæmt útkastaralögmálinu.
Þaðan liggur leið þeirra á Umferðarmið-
stöðina „þar sem engin umferð er“. At-
hyglisvert er hvernig óákveðna fornafn-
ið enginn er notað til að undirstrika
nöturleik og tilgangsleysi þessarar
skemmtanahelgi í lífi bændasona:
Sumum finnst gott að bíða
horfast í augu við sviðakjammann
enginn bíður eftir þeim
og enginn horfir
á tvo bændasyni fædda í þéttbýli
nema augntóttir sviðakjammans
Ljóðið lýsir lífi sem lifað er af sljóum,
hugsunarlausum vana. Sigurður Pálsson
Umsagnir um btekur
hefur áður lýst áliti sínu á slíku lífi á
miklu háværari og afdráttarlausari máta.
I ljóðinu „Annar í páskum“ er ádeilan
hófsöm og öguð og blönduð mannlegri
samúð og hlýju í stað háðs og gífuryrða.
Lokahluti Ljób námu land nefnist
„Þáframtíðarskildagi" og ber heitið enn
vitni um leikni Sigurðar í meðferð
tungumálsins. Það liggur beinast við að
skilja orðið skildagi hér sem reiknings-
skil sem maðurinn á yfir höfði sér í
framtíðinni, þ. e. heimsendi. Ástæða er
til að benda á hvað Sigurður beitir orð-
um sínum hófsamlega og blátt áfram
andspænis svo alvarlegu yrkisefni. Stíll-
inn er meitlaður og knappur, laus við
mælsku og málalengingar. Fyrir vikið
verður textinn áhrifameiri og fær víðari
skírskotanir. Veruleiki þessa kafla mark-
ast jafnvel ekki síður af því sem ekki er
sagt, eða einungis gefið í skyn. I lokin
leynir sér ekki skyldleikinn við ljóð T.S.
Eliot „The Hollow Men“. Bæði yrkis-
efnið — heimsendasýnin — og endur-
tekning næstsíðustu ljóðlínu tekur af öll
tvímæli um það. Stílbragðið þjónar sama
tilgangi og hver önnur vísun og ljær
lokunum aukinn áhrifamátt. Fjölskyld-
urnar eru að sjálfsögðu staddar fyrir
framan sjónvarpið þegar „það“ gerist.
Næstsíðasta línan er þversögn og endur-
tekningarnar auka á fjarstæðuna, loka-
línan er kraftmikil, snögg og afhjúpandi:
verður allt eins og venjulega
nema ekkert
Ljóð námu land er efnismikil bók og
fjölbreytileg. Hér hefur verið stiklað á
stóru og reynt að impra á því helsta sem
Sigurður hefur fram að færa. Ekkert hef-
ur t. d. verið fjallað um kaflann
„Draumorð“ þar sem m. a. er að finna
263