Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 137

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 137
innbyrðis og misjöfn að gæðum. T. a. m. virka ljóð á borð við „Gullgerð- armenn" og „It rains cats and dogs“ hálfpartinn ófullburða á undirritaðan, ekki síst ef þau eru borin saman við hið efnismikla og innihaldsríka ljóð sem heitir „Annar í páskum". I því ljóði skyggnist Sigurður í reykvískan veruleik af þekkingu og innsæi. Allar lýsingar eru hófsamar og láta lítið yfir sér við fyrstu sýn en vinna á við frekari lestur. Sigurð- ur beitir m. a. endurtekningum til að hnykkja á inntaki ljóðsins, bygging þess er þaulhugsuð — stemmningin er mögn- uð upp stig af stigi og nær hámarki í lokin. Ljóðið hefur að geyma frásagnar- kjarna og gerist á tveim sviðum. Annars vegar er sagt frá sjómönnum sem sitja á Kaffivagninum og „sækja fast í kleinu- fatið / sjórinn bíður eftir þeim“. Hins vegar er sagt frá tveim bændasonum, báðum fæddum í þéttbýli, þar sem þeir sitja á Oðalsbarnum. Höfgi sígur á þessa ólánssömu bændasyni sem alltaf eru að leita að fjörinu og þeim er að lokum hent út samkvæmt útkastaralögmálinu. Þaðan liggur leið þeirra á Umferðarmið- stöðina „þar sem engin umferð er“. At- hyglisvert er hvernig óákveðna fornafn- ið enginn er notað til að undirstrika nöturleik og tilgangsleysi þessarar skemmtanahelgi í lífi bændasona: Sumum finnst gott að bíða horfast í augu við sviðakjammann enginn bíður eftir þeim og enginn horfir á tvo bændasyni fædda í þéttbýli nema augntóttir sviðakjammans Ljóðið lýsir lífi sem lifað er af sljóum, hugsunarlausum vana. Sigurður Pálsson Umsagnir um btekur hefur áður lýst áliti sínu á slíku lífi á miklu háværari og afdráttarlausari máta. I ljóðinu „Annar í páskum“ er ádeilan hófsöm og öguð og blönduð mannlegri samúð og hlýju í stað háðs og gífuryrða. Lokahluti Ljób námu land nefnist „Þáframtíðarskildagi" og ber heitið enn vitni um leikni Sigurðar í meðferð tungumálsins. Það liggur beinast við að skilja orðið skildagi hér sem reiknings- skil sem maðurinn á yfir höfði sér í framtíðinni, þ. e. heimsendi. Ástæða er til að benda á hvað Sigurður beitir orð- um sínum hófsamlega og blátt áfram andspænis svo alvarlegu yrkisefni. Stíll- inn er meitlaður og knappur, laus við mælsku og málalengingar. Fyrir vikið verður textinn áhrifameiri og fær víðari skírskotanir. Veruleiki þessa kafla mark- ast jafnvel ekki síður af því sem ekki er sagt, eða einungis gefið í skyn. I lokin leynir sér ekki skyldleikinn við ljóð T.S. Eliot „The Hollow Men“. Bæði yrkis- efnið — heimsendasýnin — og endur- tekning næstsíðustu ljóðlínu tekur af öll tvímæli um það. Stílbragðið þjónar sama tilgangi og hver önnur vísun og ljær lokunum aukinn áhrifamátt. Fjölskyld- urnar eru að sjálfsögðu staddar fyrir framan sjónvarpið þegar „það“ gerist. Næstsíðasta línan er þversögn og endur- tekningarnar auka á fjarstæðuna, loka- línan er kraftmikil, snögg og afhjúpandi: verður allt eins og venjulega nema ekkert Ljóð námu land er efnismikil bók og fjölbreytileg. Hér hefur verið stiklað á stóru og reynt að impra á því helsta sem Sigurður hefur fram að færa. Ekkert hef- ur t. d. verið fjallað um kaflann „Draumorð“ þar sem m. a. er að finna 263
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.