Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 127
eina þeirra, Flatey, með Ijóðfórnar- krukkum sínum. Þetta er sýn. Að lesa þessa bók líkist því að standa álengdar og horfa á sýn. I fyrrgreindu Þjóðviljaviðtali eru þessi orð höfð eftir honum. En íslenskir lesendur /.../ vilja fara inn í einhvers konar vimu. Vilja að listin sé einhvers konar vímugjafi. Þörfin fyrir vímuna er ansi mikil, en ég held að höfundar eigi ekki að leiða manninn í vímu. Eg held að höfund- ar eigi fremur að leiða manninn til fundar við sjálfan sig. Ef menn vilja fá vímu geta þeir farið í kirkju, í stjórnmál, eiturlyf, áfengi og annað þvíumlíkt. Það er miklu meiri og hreinni víma en sú sem Iistirnar geta veitt þeim með viti sínu. I bókinni er vímusjúklingnum neitað um skammtinn sinn. Þegar eitthvað skáldlegt er sagt er lágkúran á næsta leiti; hlægilegar uppákomur ganga ein- att of langt og geta snúist ógnandi að lesanda, það er aldrei spilað á tilfinning- ar. Sögumaður og bókmenntafræðingur bókarinnar, Hugborg hugleiðir þetta nokkuð á einum stað: Bil verður að vera milli þess sem segir og hins sem hlustar. Hugarflug- ið vill hafa rúmt um sig. Það vill ekki anda beint framan í aðra. Og líkams- hiti hlustenda má ekki berast til sögumannsins. Hann situr fyrir ofan þá, en ofar honum er sagan. Líkams- hiti annarra slævir ímyndunarafl hans. Hugur sögumannsins verður að vera kaldur. (75) Hér fáum við greinargerð fyrir ýms- um velþekktum einkennum á sögum Guðbergs. Fjarlægð, kulda, ofnæmi fyrir tilfinningum. Hann vill höfða til vitsins, hann vill ekki nálægð sögu- manns og lesenda, þess vegna er rödd Umsagnir um bxkur sögunnar í bókum hans hranaleg og háðsleg og hugmyndafræðin nihilísk. Hann óttast sífellt að einhver fari að verða sammála einhverju sem stendur í bókinni og reynir að snúa sig út úr öllum faðmlögum. Allir fá á baukinn þegar út í pólitík er komið, jafnt gamlir stalínistar sem nýmarxistar sem birtast í sögunni einkum sem einhvers konar frekjur — og ekki síst kapítalisminn sem er eygerður á ferðalagi Hugborgar og þjóðarinnar í leitinni að landinu fagra. Hann skýtur allar skoðanir í kaf, fer með allar kenndir út í slappstikk: „Allt er í eilífum feluleik“ (96). II Leitin að landinu fagra hefst á blaðsíðu 98 í Sögunni af Ara Fróðasyni og Hug- borgu konu hans. Þar liggja þau Hug- borg og Helgi í áfengisvímu útí bílskúr og synir þeirra festa þau upp á fótunum áður en þeir halda í sitt ferðalag. Þeir velta því fyrir sér hvort þeir eigi að skilja eftir þeim til næringar þegar þau vakna tvær pylsur með öllu og skammt af frönskum kartöflum — en hætta við (þessi saga snýst að miklu leyti um át á frönskum kartöflum, en Leitin um rækt- un kartaflna í snjó). Síðan er skilist við þau og haldið í laxveiðtúr með Ara Fróðasyni og eiginkonu Helga, Ingu. Hann endar úti á vegum þar sem Ari sér Rússagrýlu ofsjónum stíga út úr púst- röri næsta bíls á undan og hann fer „í sínu hungri að langa til að leita á hana.“ (137) Þessi grýla kemur mikið við sögu í Leitinni að landinu fagra en við nálg- umst hana úr annarri átt, förum í annað ferðalag til fundar við hana. A meðan Ari Fróðason er að böðlast um þjóðvegi landsins (sagan af þeim ævintýrum er 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.