Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 127
eina þeirra, Flatey, með Ijóðfórnar-
krukkum sínum. Þetta er sýn. Að lesa
þessa bók líkist því að standa álengdar
og horfa á sýn.
I fyrrgreindu Þjóðviljaviðtali eru þessi
orð höfð eftir honum.
En íslenskir lesendur /.../ vilja fara
inn í einhvers konar vimu. Vilja að
listin sé einhvers konar vímugjafi.
Þörfin fyrir vímuna er ansi mikil, en
ég held að höfundar eigi ekki að leiða
manninn í vímu. Eg held að höfund-
ar eigi fremur að leiða manninn til
fundar við sjálfan sig. Ef menn vilja
fá vímu geta þeir farið í kirkju, í
stjórnmál, eiturlyf, áfengi og annað
þvíumlíkt. Það er miklu meiri og
hreinni víma en sú sem Iistirnar geta
veitt þeim með viti sínu.
I bókinni er vímusjúklingnum neitað
um skammtinn sinn. Þegar eitthvað
skáldlegt er sagt er lágkúran á næsta
leiti; hlægilegar uppákomur ganga ein-
att of langt og geta snúist ógnandi að
lesanda, það er aldrei spilað á tilfinning-
ar. Sögumaður og bókmenntafræðingur
bókarinnar, Hugborg hugleiðir þetta
nokkuð á einum stað:
Bil verður að vera milli þess sem
segir og hins sem hlustar. Hugarflug-
ið vill hafa rúmt um sig. Það vill ekki
anda beint framan í aðra. Og líkams-
hiti hlustenda má ekki berast til
sögumannsins. Hann situr fyrir ofan
þá, en ofar honum er sagan. Líkams-
hiti annarra slævir ímyndunarafl
hans. Hugur sögumannsins verður
að vera kaldur. (75)
Hér fáum við greinargerð fyrir ýms-
um velþekktum einkennum á sögum
Guðbergs. Fjarlægð, kulda, ofnæmi
fyrir tilfinningum. Hann vill höfða til
vitsins, hann vill ekki nálægð sögu-
manns og lesenda, þess vegna er rödd
Umsagnir um bxkur
sögunnar í bókum hans hranaleg og
háðsleg og hugmyndafræðin nihilísk.
Hann óttast sífellt að einhver fari að
verða sammála einhverju sem stendur í
bókinni og reynir að snúa sig út úr
öllum faðmlögum. Allir fá á baukinn
þegar út í pólitík er komið, jafnt gamlir
stalínistar sem nýmarxistar sem birtast í
sögunni einkum sem einhvers konar
frekjur — og ekki síst kapítalisminn sem
er eygerður á ferðalagi Hugborgar og
þjóðarinnar í leitinni að landinu fagra.
Hann skýtur allar skoðanir í kaf, fer
með allar kenndir út í slappstikk: „Allt
er í eilífum feluleik“ (96).
II
Leitin að landinu fagra hefst á blaðsíðu
98 í Sögunni af Ara Fróðasyni og Hug-
borgu konu hans. Þar liggja þau Hug-
borg og Helgi í áfengisvímu útí bílskúr
og synir þeirra festa þau upp á fótunum
áður en þeir halda í sitt ferðalag. Þeir
velta því fyrir sér hvort þeir eigi að skilja
eftir þeim til næringar þegar þau vakna
tvær pylsur með öllu og skammt af
frönskum kartöflum — en hætta við
(þessi saga snýst að miklu leyti um át á
frönskum kartöflum, en Leitin um rækt-
un kartaflna í snjó). Síðan er skilist við
þau og haldið í laxveiðtúr með Ara
Fróðasyni og eiginkonu Helga, Ingu.
Hann endar úti á vegum þar sem Ari sér
Rússagrýlu ofsjónum stíga út úr púst-
röri næsta bíls á undan og hann fer „í
sínu hungri að langa til að leita á hana.“
(137)
Þessi grýla kemur mikið við sögu í
Leitinni að landinu fagra en við nálg-
umst hana úr annarri átt, förum í annað
ferðalag til fundar við hana. A meðan
Ari Fróðason er að böðlast um þjóðvegi
landsins (sagan af þeim ævintýrum er
115