Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 15
þá sem á eftir mér koma. Ég er vitaskuld að tala um sögu skáldsögunnar, enga aðra, og ég tala um hana eins og ég sé hana. Hún á ekkert skylt við nauðhyggju Hegels, hún er hvorki ákveðin fyrirfram né heldur á hún neitt sammerkt með hugmyndinni um framfarir. Hún er algerlega mannleg, gerð af manna höndum, gerð af nokkrum mönn- um, og má þar af leiðandi líkja henni við þróun listamanns sem stundum er ofur hversdagslegur, síðan óútreiknanlegur, stundum snjall og stundum ekki, og missir oft af gullnum tækifærum. Ég er að lýsa því yfir að ég sé fylgismaður sögu skáldsögunnar, en allar skáldsögur mínar snúast um óbeit á mannkynssögunni, þessu ómanneskjulega eyðingarafli sem enginn vill sjá né heyra, en ræðst inn í líf okkar og leggur þau í rúst. Þó er ekkert ósamræmi í þessari tvöföldu afstöðu minni, því saga mannkynsins og saga skáldsög- unnar eru tvennt ólíkt. Sú fyrmefnda er ekki hluti af manninum, henni er þröngvað upp á hann eins og framandi valdi sem hann ræður ekkert við, en saga skáldsögunnar (myndlistarinnar, tónlistarinnar) er sprottin af frelsi mannsins, af því sem hann hefur skapað algerlega eftir sínu höfði, af því sem hann hefur valið sér. Saga listgreinar hefur merkingu sem er algerlega öndverð við mannkynssöguna. Saga listgreinar ein- kennist af því að hún er persónuleg og því er hún hefnd mannsins gegn hinni óper- sónulegu sögu mannkyns. Persónuleg einkenni sögu skáldsögunn- ar? Er frumskilyrði þess að þessi saga myndi heild í gegnum aldirnar ekki það að hún eigi sér einhvem samnefnara sem er stöðugur og þar af leiðandi óhjákvæmilega yfír einstaklinginn hafinn? Nei. Ég er jafn- vel þeirrar skoðunar að þessi samnefnari verði alltaf bundinn við einstakiinga, manneskjur, vegna þess að í gegnum sög- una verða hugmyndir manna um þessa eða aðra listgrein (hvað er skáldsaga?) og þróun hennar (hvaðan kemur hún og hvert stefnir hún?) sífellt metin og endurmetin af hverj- um listamanni, hverju nýju listaverki. Merking sögu skáldsögunnar byggist á leit- inni að þessari merkingu, sífelldri sköpun og endursköpun hennar, sem varpar sífellt nýju ljósi á fortíð skáldsögunnar: víst er að Rabelais kallaði Gargantúa-Pantagrúl aldrei skáldsögu. Þetta var ekki skáldsaga; hún varð það með tímanum þegar síðari tíma skáldsagnahöfundar (Steme, Diderot, Balzac, Flaubert, Vancura, Gombrowicz, Rushdie, Kis, Chamoiseau) sóttu innblástur í hana, sögðu það fullum fetum og felldu hana þar með inn í sögu skáldsögunnar, og það sem meira er, viðurkenndu hana sem homstein þessarar sögu. Annars hafa orðin „endalok sögunnar" aldrei nokkurn tíma valdið mér áhyggjum eða hugarangri. „Mikið væri gott að geta gleymt henni, henni sem hefur kreist safann úr þessum stuttu lífum okkar og sóað þeim í einskis nýt störf, mikið væri indælt að geta gleymt mannkynssögunni!" (Lífið er ann- ars staðar). Ef hún á að taka enda (enda þótt ég eigi erfitt með að ímynda mér in con- creto þessi endalok sem heimspekingar hafa svo gaman af því að velta fyrir sér), þá vona ég að það verði sem fyrst! En ef þessi sömu orð, „endalok sögunnar“, eru heim- færð upp á listina, þá tekur hjartað í mér kipp; ég á afskaplega auðvelt með að ímynda mér þessi endalok því obbinn af skáldsagnaframleiðslunni í dag á sér stað utan sögu skáldsögunnar: játningar í skáld- söguformi, blaðagreinar í skáldsöguformi, uppgjör í skáldsöguformi, sjálfsævisögur í TMM 1992:4 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.