Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 16
skáldsöguformi, kjaftasögur í skáldsögu- formi, klögumál í skáldsöguformi, kennsla í stjómmálum í skáldsöguformi, dauðastríð eiginmanns í skáldsöguformi, dauðastríð föður í skáldsöguformi, dauðastríð móður í skáldsöguformi, afmeyjun í skáldsögu- formi, fæðing í skáldsöguformi, skáldsögur ad infinitum, allt til endaloka tímans, sem hafa ekkert nýtt fram að færa, hafa engan fagurfræðilegan metnað, auka engu við skilning okkar á manninum né á formi skáldsögunnar, líkjast hver annarri, henta prýðilega til neyslu að morgni og svífa síð- an jafn prýðilega í ruslið áð kvöldi. Ég er þeirrar skoðunar að mikil verk geti aðeins litið dagsins ljós innan sögu sinnar listar og meðþátttöku í þessari sögu. Það er aðeins innan þessarar sögu sem hægt er að greina það sem er nýtt og það sem er end- urtekning, það sem er uppgötvun og það sem er eftirlíking, með öðrum orðum, það er aðeins innan þessarar sögu sem verk getur lifað sem verðmæti sem hægt er að greina og njóta. Því held ég að ekkert geti verið hryllilegra fyrir listina en að hrapa út úr sögunni, því það er hrap út í óreiðuna þar sem fagurfræðilegt gildismat fyrirfinnst ekki. Spuni og bygging Þegar Cervantes var að skrifa Don Kíkóta hikaði hann ekki við að breyta skapgerðar- einkennum persónu sinnar. Frelsið sem heillar okkur svo mjög hjá Rabelais, Cerv- antes, Diderot og Sterne tengist spunanum. Hin nákvæma og flókna byggingarlist í skáldsögunni varð ekki óhjákvæmileg fyrr en á öndverðri nítjándu öld. Skáldsögu- formið sem þá leit dagsins ljós, þar sem atburðir gerðust á afar stuttum og sam- þjöppuðum tíma, á vegamótum þar sem leiðir fjölda persóna skárust og margar sög- ur komu saman í einum punkti, krafðist þess að atburðir og staðir sögunnar yrðu skipulagðir í þaula. Því var það að skáld- sagnahöfundurinn gerði sífellt nákvæmari drög að sögunni áður en hann hóf að skrifa hana, reiknaði aftur og aftur, teiknaði aftur og aftur, meira en nokkur hafði gert fyrir hans tíð. Maður þarf ekki annað en að blaða í gegnum minnispunktana sem Dostojev- skíj tók niður þegar hann var að skrifa Djöflana: í sjö minnisbókum sem í frönsku Pleiade útgáfunni spanna 393 blaðsíður (skáldsagan öll er 750), eru ástæðumar að leita sér að persónum, persónurnar em að leita sér að ástæðum, persónurnar glíma lengi vel um það hver þeirra eigi að vera aðalpersónan; Stavrogín hefði átt að vera kvæntur, en „hverri?“ spyr Dostojevskíj og hann reynir í þrígang að finna konu handa honum; og svo framvegis. (Þetta er þver- stæðukennt: því nákvæmari sem hún er þessi byggingarvél, þeim mun sannari og eðlilegri eru persónumar. Þeir fordómar sem mæla gegn vitrænni uppbyggingu og segja hana „ólistræna" og að hún verði til þess að persónurnar verði ekki eins „lif- andi“ byggjast aðeins á kjánalegri tilfinn- ingasemi þeirra sem aldrei hafa botnað neitt í listum). Skáldsagnahöfundur okkar aldar hugsar með söknuði til hinna gömlu meistara skáldsögunnar, en hann getur ekki tekið upp þráðinn þar sem klippt var á hann; hann getur hvorki hlaupið yfir né gleymt hinni gífurlegu reynslu nítjándu aldarinnar og ef hann vill nálgast aftur hið gáskafulla frelsi Rabelais eða Sterne verður hann að hemja það innan ramma byggingarinnar. 14 TMM 1992:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.