Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 18
(100)B(40)A(80)C(40)A(120)B(40) A (70) C (40) A (40). Það vekur athygli að hlutar B og C eru allir jafnlangir sem gerir það að verkum að heildin öðlast reglu- bundna hrynjandi. Lína A nær yfir fimm sjöundu hluta skáld- sögunnar, lína B einn sjöunda hluta og lína C einn sjöunda hluta. Þessi hlutföll gera það að verkum að lína A er mest áberandi: þungamiðju bókarinnar er að fínna í örlaga- sögu samtímamanna okkar, þeirra Farishta og Chamcha. Enda þótt línur B og C séu umfangsminni er hm fagurfræðilega áhersla skáldsögunn- ar fólgin í þeim, því Rushdie tókst með þeim að leysa grundvallarvandamál allra skáldsagna — þess sem varðar sjálfsvitund einstaklings (persónu) — á nýjan hátt sem tekur fram hinum hefðbundnu sálfræði- skáldsögum: það er ekki hægt að skilja persónueinkenni Chamcha og Farishta með því að lýsa sálarástandi þeirra í smáatrið- um; leyndardómur þeirra er fólginn í því að tvenns konar menningarsamfélög búa sam- an í sál þeirra, hið indverska og hið evr- ópska; hann er fólginn í rótum þeirra, því þótt þeir hafi verið slitnir upp frá rótum lifa þær enn innra með þeim. Hvar slitnuðu þessar rætur sundur og hvað þarf að kafa djúpt til að snerta sárið? Það er alls ekki fráleitt að líta ofan í „tímans brunn“ í þessu sambandi, það augnaráð beinist að kjama málsins: tvístraðri tilveru aðalpersónanna tveggja. Rétt eins og Jakob er óskiljanlegur án Abrahams (sem að sögn Manns var uppi mörgum öldum á undan honum) og aðeins „eftirlíking hans og framhald", þá er Gibr- eel Farishta óskiljanlegur án Gabríels erki- engils, án Magúns (Múhameðs), jafnvel óskiljanlegur án Islamsríkis Khomeini eða öfgafullu stúlkunnar sem leiðir þorpsbúana til Mekka, eða öllu heldur út í opinn dauð- ann. Öll eru þau möguleikar sem blunda í honum sjálfum og hann þarf að glíma við þau til að móta sjálfan sig sem einstakling. í þessari skáldsögu er ekki hægt að velta upp nokkurri spumingu sem máli skiptir án þess að líta ofan í tímans brunn. Hvað er gott og hvað er illt? Hvor þeirra er sá djöfull sem hinn dregur, dregur Chamcha Farishta, eða dregur Farishta Chamcha? Var það djöfull eða engill sem læddi þeirri hugmynd inn hjá þorpsbúum að þeir ættu að leggja upp í pílagrímsferð? Þegar þeir drukkna, er þá um að ræða ömurlegan dauðdaga eða dýrðlega Paradísarferð? Hver segir það, hver veit það? Getur verið að þessir erfið- leikar við að styðja fingri á gott og illt hafí valdið upphafsmönnum trúarbragða hugar- angri? Hið hryllilega örvæntingaróp, hið ótrúlega guðlast sem Kristur framdi, „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“, endurómar það ekki í sál hvers ein- asta kristins manns? Er óvissan sem sjálf tilvera mannsins byggist á ekki innsigluð í efa spámannsins, þegar hann veltir fyrir sér hvor þeirra hafi hvíslað versunum í eyra hans, guð eða djöfullinn? í skugga hinna miklu megin- reglna Frá því Rushdie skrifaði skáldsöguna Mið- nœturbörnin, sem hlaut einróma lof á sín- um tíma (árið 1980), hefur ekki nokkur maður innan hins enskumælandi bók- menntaheims andmælt því að hann sé einn snjallasti skáldsagnahöfundur samtímans. Söngvar Satans, sem komu út í september- mánuði 1988, vöktu athygli sem hæfir miklum höfundi. Bókin var lofuð í hástert 16 TMM 1992:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.