Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 27
í nafni umhyggju fyrir íslensku sjálfstæði
og menningu, ekki bara verið óþarft heldur
og verið sveigt undir annarlega hagsmuni.
Fyrst grein þessi er skrifuð fyrir Tímarit
Máls og Menningar þá liggur beinast við að
vitna í þessu sambandi til viðtals í sama riti
við Þórarin Eldjám (2. hefti 1991) þar sem
tölvert fer fyrir viðhorfum af þessu tagi —
m.a. er um það talað, að í andófi gegn
herstöðvapólitík hafi miklu ráðið moskvu-
kommar sem „gekk ýmislegt fleira til en
ástin á landi, þjóð og tungu“ og „vom alveg
jafn hallir undir erlent vald og þeir sem
barist var gegn“ og vom „líka með annað í
pokahominu sem þeir vildu gera eða hefðu
viljað gera ef þeir hefðu getað“.
Hér er einmitt að því komið sem er svo
algengt í lausbeisluðum athugasemdum
sem um Qölmiðla skjótast um íslenska
vinstrið: þeir sem þar réðu ferðinni, komm-
arnir, þeir voru Sovéttrúar. Og sú trú er svo
ill og römm að hún er látin yfirgnæfa full-
komlega allt sem þessir menn höfðu annað
til málanna að leggja. Annaðhvort er þess
alls ekki getið, ellegar er dregin upp mynd
Sannleikurinn er vitanlega
sá, að ef hinar ýmsu kynslóð-
ir róttœklinga hér á landi
hefðu ekkert haftfram að
færa annað en sovéttrúna,
opinskáa eða þá dulbúna, þá
hefði litlum sögum af þeim
farið. Þeir hefðu fljótlega
breyst í lítinn söfnuð á borð
við til dœmis Kommúnista-
flokk Danmerkur . . .
sem helst gefur það til kynna að það fátt sem
þeir kunna að hafa sagt nýtilegt, hafi verið
lítils virði vegna þess að þeir hafi farið með
fláttskap og viljað gera eitthvað annað „ ef
þeir hefðu getað“. Og þegar vangaveltur af
þessu tagi eru komnar inn í pistla Morgun-
blaðsins þá er með „eitthvað annað“ átt við
það að fóma frelsinu, sjálfstæðinu og
menningunni fyrir heimskommúnisma
undir sovésku forræði.
Hér virðist um afskaplega grófar einfald-
anir að ræða, en svona er nú þjóðlífið: þetta
eru menn að sýsla.
Einföldunum og fjandsamlegum alhæf-
ingum um allstóra hópa í samfélaginu er
alltaf beitt á sömu leið: hópurinn er skoð-
aður sem heilsteypt og óbreytanlegt fyrir-
bæri — blæbrigði og viðhorfamunur innan
hans em látin lönd og leið, sem og þær
breytingar á honum sem verða í tímans rás
— til dæmis frá „kreppukommúnisma“
fjórða áratugar, til vinstriþjóðemishyggju
kaldastríðsára, þriðjaheimshyggju sjöunda
áratugarins, svo að nokkrir áfangar séu
nefndir úr sögu hérlendrar róttækni. Það
segir sig sjálft að þetta er léleg aðferð og
ekki nothæf nema í yfirborðslegu pólitísku
karpi: ónothæf er hún í allri sæmilegri um-
ræðu blátt áfram vegna þess að hún skýrir
ekki nokkum skapaðan hlut. Hún lætur það
til dæmis vera með öllu óskiljanlegt hvað
íslenskir sósíalistar og aðrir vinstrimenn
vom að bauka áramgum saman eða hvers
vegna þeir fengu verulegan hljómgmnn.
Sannleikurinn er vitanlega sá, að ef hinar
ýmsu kynslóðir róttæklinga hér á landi
hefðu ekkert haft fram að færa annað en
sovéttrúna, opinskáa eða þá dulbúna, þá
hefði litlum sögum af þeim farið. Þeir hefðu
fljótlega breyst í lítinn söfnuð á borð við til
dæmis Kommúnistaflokk Danmerkur, sem
TMM 1992:4
25