Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 29
þessi afleiðing trúarinnar hlaut að sundra vinstrimönnum, efla með þeim tortryggni og annan djöfulskap, koma í veg fyrir sam- stöðu þeirra sem vel gátu gert gagn saman í pólitík og menningarbaráttu. Hún bjó líka til tvöfalt siðgæði: annarsvegar skoðuðu menn meinsemdir „borgaralegs“ samfélags með sjáandi gagnrýni og dómhörku, hins- vegar sneru þeir blindu auga að „yfirsjón- um“ í Sovétinu, eða umgengust þær, hve Sovéttrúin var oftar en ekki ósérplægin trú íþeim skiln- ingi að ekki varð hún trú- mönnum til upphefðar, þæginda eðaframa hér heima, nema síður væri. herfilegar sem þær voru, með ógeðfelldu umburðarlyndi og úrdrætti. Auk þess er hér fram komin sú heimska sem kom best helstu fjandmönnum róttæklinganna: þeir vildu líka ekkert fremur en að sett væri jafnaðarmerki milli sósíalisma og Sovét- ríkjanna, ekkert var þeim þægilegra en að svara gagnrýnendum samfélagsins nú og hér með því að snara þeim austur á Volgu- bakka og láta þá svo reyna að krafsa sig heim aftur yfir líkhrúgumar úr hreinsunum miklu og annan ófögnuð. En hér er ýmsu við að bæta. í fyrsta lagi: Sovéttrúin var oftar en ekki ósérplægin trú í þeim skilningi að ekki varð hún trúmönnum til upphefðar, þæginda eða frama hér heima, nema síður væri. Þeir vom svo sannarlega ekki að þessu til að koma sér áfram í þjóðfélaginu: fyrst og síðast vom þeir að leita að einhverri haldbærri stað- festu á því að það væri hægt að skipuleggja mannlegt félag upp á nýtt svo vel færi. Að merkingu í sögunni, sem á myrkum stund- um sýnist ekki annað en „haldlaust geip, stutt lygasaga sem merkir ekkert“. En þá geta menn sagt: já en kommar höfðu gaman af að stunda sinn „sendi- nefndasósíalisma“ og láta fara með sig sem höfðingja suður við Svartahaf. Og kannski ætluðu þeir að halla sér undir „erlent vald“ þegar þeir hefðu bolmagn til og koma þá á sinni valdseinokun án allrar miskunnar eins og kommúnistar gerðu um austanverða Evrópu upp úr heimsstyrjöldinni síðari? Vissulega er ekki hægt að skáka þessum ásökunum út af borðinu eins og ekkert væri. Vafalaust vom til menn sem hugsuðu eitt- hvað í þessa átt — hve margir eða fáir þeir vom, hve lítinn eða stóran hluta slíkt og þvílíkt átti í þeim — það veit enginn. En á hitt er að líta að það er jafnan erfitt að rekja söguna í skildagatíð: hvað hefði gerst ef... Ef til dæmis bylting af austurevrópsku tagi hefði verið flutt inn hingað? Það gat reynd- ar ekki gerst eins og allt var í pott búið. Og þótt svo ólíklega hefði orðið, þá er engin leið að reikna það út hvernig hver og einn hefði bmgðist við í allt öðmm og nýjum pólitískum vemleika. Sá sem hefur til dæm- is kynnt sér skrif þeirra sem ungir vom við valdatöku kommúnista íTékkóslóvakíu (en þar naut sá flokkur reyndar mikils fylgis upp úr stríði) rekur sig fljótlega á það, að það sem hinir skárri menn ætluðu sér var eitthvað allt annað en að herma eftir Sovét- mönnum í einu og öllu. Þeir fengu hinsveg- ar engu um það ráðið — hið sovéska mynstur var keyrt ofan í menn með grimmu ofbeldi eins og kunnugt er. Ef gjörbylting er þvinguð fram með einhverjum slíkum hætti þá kemur upp þetta mynstur hér: Fyrst fjúka hausar af oddvitum borgaralegra afla, TMM 1992:4 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.