Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 30
þá af þeim sósíaldemókrötum sem ekki sýna auðsveipni og að lokum kemur röðin að byltingarmönnunum sjálfum, það er að segja þeim sem helst eru hugsjónamenn og ætluðu sér á annan stað en þeir eru komnir. Við tekur ný stétt, vanheilög blanda af of- stækismönnum valdsins, sem tekst ein- hvernveginn að fleyta sér áfram í tilverunni á dólgamarxískum formúlum um „lögmál sögulegrar þróunar" og svo nýliðum úr ýmsum áttum, hundingjum valdsins, sem kunna þá list að klifra upp eftir hvaða vald- kerfi sem vera skal. Þetta allt er rétt að hafa í huga, þótt hér verði engin tilraun gerð til þess að yfirfæra þetta mynstur á íslenska einstaklinga í skil- dagatíð: hvað hefði orðið um þennan héma ef ... Hvað lögðu þeir til mála? En þegar dæmið er skoðað í heild þá skiptir tvennt einna mestu máli: annarsvegar tím- ans rás með margvíslegum breytingum á viðhorfum og ágreiningi á vinstri væng — hinsvegar hitt: hvað menn höfðu til mála og verka að leggja í eigin samfélagi. Sovéttrúin til dæmis — hún átti sitt blómaskeið og síðan hnignaði henni. Ein- staklingar tóku hana misjöfnum tökum — og þegar á heildina er litið fóru efahyggja og gagnrýni vaxandi nokkru eftir seinni heimsstyrjöldina. Þeir íslenskir vinstrisinn- ar, sem kommar fengu að heita, áttu sér snemma sérstöðu og sérvisku og efldust í hvorutveggja eftir því sem lengra leið. Þeir vildu ekki formæla Júgóslövum 1948, margir þeirra tóku afstöðu (feimnislega ein- att en samt) gegn hernaðarofbeldi Sovét- manna í Ungverjalandi 1956, á sjöunda áratugnum fer æ meira fyrir gagnrýni (t.d. í dagblaðinu Þjóðviljinrí) á mannréttinda- brotum í Sovétríkjunum, innrásin í Tékkó- slóvakíu 1968 er fordæmd nær einróma á vinstrivængnum öllum. Um svipað leyti og síðar fer æ meira fyrir því að ekki sé aðeins deilt á einstök mannréttindabrot (sem var þarft fráhvarf frá því tvöfalda siðgæði sem áðan var nefnt) — heldur og á þátt Sovét- ríkjanna og austurblokkarinnar í vígbúnað- arkapphlaupinu. Einnig eflist gagnrýni á það efnahagskerfi sem sýndi sífellt fleiri merki um sóun og stöðnun. Vel má vera að þessi gagnrýni hefði mátt vera hvassari og einbeittari: en hún styrktist jafnt og þétt í þeim mæli að Sovétmenn sjálfír töldu bein- línis um ljandskap í sinn garð að ræða.* í annan stað má minna á kynslóðaskipti: þeir sem gerðust róttækir um 1970 voru mjög neikvæðir í garð Sovétríkjanna (um það ræðir Þórarinn Eldjám m.a. í fyrmefndu viðtali) — en þeir höfðu samt ekki losað sig við trúarþörf og fóm gjarna með hana á flakk um heiminn. Sumir fóru til Kína (maóisminn), aðrir trúðu á það sem Frakkar kalla tiermondisme — á Þriðja heiminn: þar var um að ræða sérkennilegt framhald á þeirri gömlu kristnu kenningu að hinir fá- tæku standi nær sannleikanum og réttlætinu en aðrir og muni erfa landið og heiminn. Hitt skiptir þó mestu hvað sósíalistar og aðrir vinstrimenn höfðu til málanna að leggja í sínu samfélagi. Andstæðingar þeirra vilja gjarna segja sem svo að slíkir Þessi saga er rakin ítarlegar í kafla um „heims- mynd“ Þjóðviljcms í bókinni Blaðið okkar sem út kom 1986 um sögu þess blaðs. Þar við má bæta að þó nokkrir voru þeir sovéttniarmenn sem enn voru uppi í röðum vinstrimanna og töldu allt frá því á miðjum sjöunda áratugnum að það dagblað væri orðið svo „borgaralegt" og sovétfjandsamlegt að þeir sögðu því upp — vildu þeir heldur ekkert blað eiga að en þennan fjanda. 28 TMM 1992:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.