Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 30
þá af þeim sósíaldemókrötum sem ekki
sýna auðsveipni og að lokum kemur röðin
að byltingarmönnunum sjálfum, það er að
segja þeim sem helst eru hugsjónamenn og
ætluðu sér á annan stað en þeir eru komnir.
Við tekur ný stétt, vanheilög blanda af of-
stækismönnum valdsins, sem tekst ein-
hvernveginn að fleyta sér áfram í tilverunni
á dólgamarxískum formúlum um „lögmál
sögulegrar þróunar" og svo nýliðum úr
ýmsum áttum, hundingjum valdsins, sem
kunna þá list að klifra upp eftir hvaða vald-
kerfi sem vera skal.
Þetta allt er rétt að hafa í huga, þótt hér
verði engin tilraun gerð til þess að yfirfæra
þetta mynstur á íslenska einstaklinga í skil-
dagatíð: hvað hefði orðið um þennan héma
ef ...
Hvað lögðu þeir til mála?
En þegar dæmið er skoðað í heild þá skiptir
tvennt einna mestu máli: annarsvegar tím-
ans rás með margvíslegum breytingum á
viðhorfum og ágreiningi á vinstri væng —
hinsvegar hitt: hvað menn höfðu til mála og
verka að leggja í eigin samfélagi.
Sovéttrúin til dæmis — hún átti sitt
blómaskeið og síðan hnignaði henni. Ein-
staklingar tóku hana misjöfnum tökum —
og þegar á heildina er litið fóru efahyggja
og gagnrýni vaxandi nokkru eftir seinni
heimsstyrjöldina. Þeir íslenskir vinstrisinn-
ar, sem kommar fengu að heita, áttu sér
snemma sérstöðu og sérvisku og efldust í
hvorutveggja eftir því sem lengra leið. Þeir
vildu ekki formæla Júgóslövum 1948,
margir þeirra tóku afstöðu (feimnislega ein-
att en samt) gegn hernaðarofbeldi Sovét-
manna í Ungverjalandi 1956, á sjöunda
áratugnum fer æ meira fyrir gagnrýni (t.d.
í dagblaðinu Þjóðviljinrí) á mannréttinda-
brotum í Sovétríkjunum, innrásin í Tékkó-
slóvakíu 1968 er fordæmd nær einróma á
vinstrivængnum öllum. Um svipað leyti og
síðar fer æ meira fyrir því að ekki sé aðeins
deilt á einstök mannréttindabrot (sem var
þarft fráhvarf frá því tvöfalda siðgæði sem
áðan var nefnt) — heldur og á þátt Sovét-
ríkjanna og austurblokkarinnar í vígbúnað-
arkapphlaupinu. Einnig eflist gagnrýni á
það efnahagskerfi sem sýndi sífellt fleiri
merki um sóun og stöðnun. Vel má vera að
þessi gagnrýni hefði mátt vera hvassari og
einbeittari: en hún styrktist jafnt og þétt í
þeim mæli að Sovétmenn sjálfír töldu bein-
línis um ljandskap í sinn garð að ræða.* í
annan stað má minna á kynslóðaskipti: þeir
sem gerðust róttækir um 1970 voru mjög
neikvæðir í garð Sovétríkjanna (um það
ræðir Þórarinn Eldjám m.a. í fyrmefndu
viðtali) — en þeir höfðu samt ekki losað sig
við trúarþörf og fóm gjarna með hana á
flakk um heiminn. Sumir fóru til Kína
(maóisminn), aðrir trúðu á það sem Frakkar
kalla tiermondisme — á Þriðja heiminn: þar
var um að ræða sérkennilegt framhald á
þeirri gömlu kristnu kenningu að hinir fá-
tæku standi nær sannleikanum og réttlætinu
en aðrir og muni erfa landið og heiminn.
Hitt skiptir þó mestu hvað sósíalistar og
aðrir vinstrimenn höfðu til málanna að
leggja í sínu samfélagi. Andstæðingar
þeirra vilja gjarna segja sem svo að slíkir
Þessi saga er rakin ítarlegar í kafla um „heims-
mynd“ Þjóðviljcms í bókinni Blaðið okkar sem út
kom 1986 um sögu þess blaðs. Þar við má bæta að
þó nokkrir voru þeir sovéttniarmenn sem enn voru
uppi í röðum vinstrimanna og töldu allt frá því á
miðjum sjöunda áratugnum að það dagblað væri
orðið svo „borgaralegt" og sovétfjandsamlegt að þeir
sögðu því upp — vildu þeir heldur ekkert blað eiga
að en þennan fjanda.
28
TMM 1992:4