Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 51
fundust þeir kaflar í íslendinga sögunum
sem lýsa sálarlífi manna og tilfmningum
standa langt að baki sambærilegum lýsing-
um í verkum Hermanns Bang og Alexand-
ers Kielland og lýsti loks stfl íslenskra
fomsagna svo að það væri „sem hiksti bút-
[að]i sundur frásögnina“.
Almennt er talið að augu Halldórs opnist
fyrir gildi íslenskrar menningararfleifðar
u.þ.b. sem hann ákveður að hverfa frá fyrri
áætlunum, gengur á vit sósíalisma og gerist
skáld í heimahögum sínum. Ætla má að
aukinn áhugi hans á bókmenntaarfinum
tengist á 4. áratugnum jafnt hugmyndum
ýmissa erlendra sósíalista um nauðsyn þess
að endurmeta menningu fyrri alda sem og
umræðum andfasískra rithöfunda og bók-
menntafræðinga um „vemdun menningar-
innar“. Heimstyrjöldin síðari, hernám
Islands og og herstöðvasamningurinn í
kjölfar lýðveldistökunnar hafa eflaust líka
eflt þanka Halldórs um arfinn: hann reynir
að vekja þjóð sína til umhugsunar um sér-
kenni sín og sögu andspænis erlendri her-
setu, hvetur hana með sögunni til baráttu
gegn stríðsæsingamönnum samtímans og
til að standa vörð um eigið sjálfstæði. Yms-
ir em og þeirrar skoðunar að fombók-
menntirnar hafi verið Halldóri sem hver
önnur ögrun; hann hafi ekki þolað að standa
í skugga þeirra og viljað sýna að 20. aldar
menn kynnu til verka ekki síður en Njálu-
höfundur. En fleira kann að koma til.
Nýjar aðstæður
Fram undir 1940 einkennist íslenskt samfé-
lag ekki síst af hagsmunum ýmissa smá-
framleiðenda, jafnt í landbúnaði sem
sjávarútvegi. í kjölfar hemámsins og íjár-
muna þeirra sem streymdu til landsins á
stríðsárunum urðu andstæðumar launa-
vinna-auðmagn ekki aðeins einkenni hag-
kerfisins, heldur gekk tæknibyltingin í garð
á öllum sviðum og árhundraða einangmn
landans var endanlega rofin.14 Allt þetta
hafði að sjálfsögðu áhrif á listsköpun í land-
inu og gjörbreytti stöðu listamanna.
Aldo Keel sem skrifað hefur um skáld-
sögur Halldórs Laxness eftir síðari heim-
styrjöldina kemst m.a. svo að orði um
ástandið á eftirstríðsárunum í lauslegri þýð-
ingu:
ísland fly tur ekki út menningu. Þvert á móti
valda hinir nýju miðlar því að íslendingar
verða menningarneytendur, viðtakendur
bandarísks vitundariðnaðar. Fullvalda inn-
lendar bókmenntir sem mótað hafa vitund
íslendinga verða vegalausar. Bókin, þar
með taldar fagurbókmenntir, er vara sem er
nær einvörðungu framleidd fyrir jólamark-
aðinn. Bókmenntimir verða hornreka í
samfélaginu og hætta að hafa þar áhrif á
gang mála.15
Ljóst er að Keel tekur stórt upp í sig og
málar andstæður fortíðar og nútíðar sterk-
um litum. Sú þróun sem hann lýsir er eflaust
margbrotnari en ætla mætti af orðum hans
og verður þess utan ekki á einum degi. Þó
er ekki annað að sjá en staða íslenskra bóka
sé nokkuð önnur á fimmta áratugnum en
hinum fjórða ef miðað er t.d. við hinar
fátæklegu athuganir á bókamarkaðnum og
áhyggjur manna af því, um og eftir stríð, að
of margir líti einvörðungu á bækur sem
vöru.16 Á 5. áratugnum verður kvikmyndin
lflca sannarlega áhrifameiri miðill í samfé-
laginu en áður. Með komu breska og síðar
bandaríska hersins jókst aðsókn að kvik-
myndahúsum t. d. svo að borgaryfirvöld í
Reykjavík veltu því fyrir sér að yfirtaka þau
TMM 1992:4
49