Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 51
fundust þeir kaflar í íslendinga sögunum sem lýsa sálarlífi manna og tilfmningum standa langt að baki sambærilegum lýsing- um í verkum Hermanns Bang og Alexand- ers Kielland og lýsti loks stfl íslenskra fomsagna svo að það væri „sem hiksti bút- [að]i sundur frásögnina“. Almennt er talið að augu Halldórs opnist fyrir gildi íslenskrar menningararfleifðar u.þ.b. sem hann ákveður að hverfa frá fyrri áætlunum, gengur á vit sósíalisma og gerist skáld í heimahögum sínum. Ætla má að aukinn áhugi hans á bókmenntaarfinum tengist á 4. áratugnum jafnt hugmyndum ýmissa erlendra sósíalista um nauðsyn þess að endurmeta menningu fyrri alda sem og umræðum andfasískra rithöfunda og bók- menntafræðinga um „vemdun menningar- innar“. Heimstyrjöldin síðari, hernám Islands og og herstöðvasamningurinn í kjölfar lýðveldistökunnar hafa eflaust líka eflt þanka Halldórs um arfinn: hann reynir að vekja þjóð sína til umhugsunar um sér- kenni sín og sögu andspænis erlendri her- setu, hvetur hana með sögunni til baráttu gegn stríðsæsingamönnum samtímans og til að standa vörð um eigið sjálfstæði. Yms- ir em og þeirrar skoðunar að fombók- menntirnar hafi verið Halldóri sem hver önnur ögrun; hann hafi ekki þolað að standa í skugga þeirra og viljað sýna að 20. aldar menn kynnu til verka ekki síður en Njálu- höfundur. En fleira kann að koma til. Nýjar aðstæður Fram undir 1940 einkennist íslenskt samfé- lag ekki síst af hagsmunum ýmissa smá- framleiðenda, jafnt í landbúnaði sem sjávarútvegi. í kjölfar hemámsins og íjár- muna þeirra sem streymdu til landsins á stríðsárunum urðu andstæðumar launa- vinna-auðmagn ekki aðeins einkenni hag- kerfisins, heldur gekk tæknibyltingin í garð á öllum sviðum og árhundraða einangmn landans var endanlega rofin.14 Allt þetta hafði að sjálfsögðu áhrif á listsköpun í land- inu og gjörbreytti stöðu listamanna. Aldo Keel sem skrifað hefur um skáld- sögur Halldórs Laxness eftir síðari heim- styrjöldina kemst m.a. svo að orði um ástandið á eftirstríðsárunum í lauslegri þýð- ingu: ísland fly tur ekki út menningu. Þvert á móti valda hinir nýju miðlar því að íslendingar verða menningarneytendur, viðtakendur bandarísks vitundariðnaðar. Fullvalda inn- lendar bókmenntir sem mótað hafa vitund íslendinga verða vegalausar. Bókin, þar með taldar fagurbókmenntir, er vara sem er nær einvörðungu framleidd fyrir jólamark- aðinn. Bókmenntimir verða hornreka í samfélaginu og hætta að hafa þar áhrif á gang mála.15 Ljóst er að Keel tekur stórt upp í sig og málar andstæður fortíðar og nútíðar sterk- um litum. Sú þróun sem hann lýsir er eflaust margbrotnari en ætla mætti af orðum hans og verður þess utan ekki á einum degi. Þó er ekki annað að sjá en staða íslenskra bóka sé nokkuð önnur á fimmta áratugnum en hinum fjórða ef miðað er t.d. við hinar fátæklegu athuganir á bókamarkaðnum og áhyggjur manna af því, um og eftir stríð, að of margir líti einvörðungu á bækur sem vöru.16 Á 5. áratugnum verður kvikmyndin lflca sannarlega áhrifameiri miðill í samfé- laginu en áður. Með komu breska og síðar bandaríska hersins jókst aðsókn að kvik- myndahúsum t. d. svo að borgaryfirvöld í Reykjavík veltu því fyrir sér að yfirtaka þau TMM 1992:4 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.