Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 64
Ólafur Gíslason Með Canova og Thorvaldsen á tímamótum í listasögunni Sýningar sem nýlega hafa verið haldnar á Ítalíu á verkum eftir tvo af fremstu myndhöggvurum nýklassísku stefnunnar, Antonio Canova og Bertel Thorvaldsen, hafa gefið tilefni til endurmats á eðli þessarar stefnu og á þýðingu Thorvaidsens fyrir fagurfræðilega umræðu í samtímanum, svo sem umræðu um endalok listarinnar og listasögunnar. „Art ends with the advent of its own philosophy.“ Arthur C. Danto Þegar ég hafði kynni af listaháskólum á meginlandi Evrópu fyrir tæpum þrjátíu ár- um, voru þess dæmi, að nemendur gengju í skrokk á fortíðinni og hinni klassísku list- hefð í bókstaflegri merkingu orðsins, og fremdu skemmdarverk á gipsafsteypum klassískrar grískrar og rómverskrar högg- myndalistar. Þetta gerðist meðal annars í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn og víðar, og var andsvar nemenda við þeirri kennsluaðferð, sem enn var sumsstaðar við lýði, að láta nemendur teikna myndir af slíkum gipsafsteypum. Þannig var Glypto- tekið í Kaupmannahöfn ekki síst notað til þess að láta nemendur listaskólanna teikna fomgríska gipshausa. Um leið var verið að kynna nemendum hina klassísku fegurðarí- mynd sem fyrirmynd og viðmiðun allrar listrænnar sköpunar. Þessi akademíska listhefð, sem átti rætur sínar að rekja til upplýsingarstefnunnar á 18. öld og nýklassísku stefnunnar sem fylgdi í kjölfarið, var hötuð af nemendum þar sem hún þótti bera vott um valdboðs- lega afstöðu, íhaldssemi og kreddufestu, er væri í algjörri andstöðu við abstrakt-ex- pressjónismann, formleysumálverkið, og þá trú á „frelsi ímyndunaraflsins og tjáning- arinnar“, sem var mest áberandi í listheim- inum á þessum tíma. Thorvaldsen var í engu uppáhaldi meðal nemenda Listaaka- demíunnar í Kaupmannahöfn á 7. áratugn- um, og myndir hans þóttu bæði líflausar og gersneyddar allri tilfínningu, áræði og átök- um. Á þeim þijátíu árum sem liðin eru hefur margt breyst. Meðal annars hafa menn séð ástæðu til þess að taka nýklassísku stefnuna til endurmats út frá nýjum forsendum. Þetta 62 TMM 1992:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.