Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 64
Ólafur Gíslason
Með Canova og Thorvaldsen
á tímamótum í listasögunni
Sýningar sem nýlega hafa verið haldnar á Ítalíu á verkum eftir tvo af
fremstu myndhöggvurum nýklassísku stefnunnar, Antonio Canova og
Bertel Thorvaldsen, hafa gefið tilefni til endurmats á eðli þessarar stefnu
og á þýðingu Thorvaidsens fyrir fagurfræðilega umræðu í samtímanum,
svo sem umræðu um endalok listarinnar og listasögunnar.
„Art ends with the advent of its own
philosophy.“
Arthur C. Danto
Þegar ég hafði kynni af listaháskólum á
meginlandi Evrópu fyrir tæpum þrjátíu ár-
um, voru þess dæmi, að nemendur gengju í
skrokk á fortíðinni og hinni klassísku list-
hefð í bókstaflegri merkingu orðsins, og
fremdu skemmdarverk á gipsafsteypum
klassískrar grískrar og rómverskrar högg-
myndalistar. Þetta gerðist meðal annars í
Listaakademíunni í Kaupmannahöfn og
víðar, og var andsvar nemenda við þeirri
kennsluaðferð, sem enn var sumsstaðar við
lýði, að láta nemendur teikna myndir af
slíkum gipsafsteypum. Þannig var Glypto-
tekið í Kaupmannahöfn ekki síst notað til
þess að láta nemendur listaskólanna teikna
fomgríska gipshausa. Um leið var verið að
kynna nemendum hina klassísku fegurðarí-
mynd sem fyrirmynd og viðmiðun allrar
listrænnar sköpunar.
Þessi akademíska listhefð, sem átti rætur
sínar að rekja til upplýsingarstefnunnar á
18. öld og nýklassísku stefnunnar sem
fylgdi í kjölfarið, var hötuð af nemendum
þar sem hún þótti bera vott um valdboðs-
lega afstöðu, íhaldssemi og kreddufestu, er
væri í algjörri andstöðu við abstrakt-ex-
pressjónismann, formleysumálverkið, og
þá trú á „frelsi ímyndunaraflsins og tjáning-
arinnar“, sem var mest áberandi í listheim-
inum á þessum tíma. Thorvaldsen var í
engu uppáhaldi meðal nemenda Listaaka-
demíunnar í Kaupmannahöfn á 7. áratugn-
um, og myndir hans þóttu bæði líflausar og
gersneyddar allri tilfínningu, áræði og átök-
um.
Á þeim þijátíu árum sem liðin eru hefur
margt breyst. Meðal annars hafa menn séð
ástæðu til þess að taka nýklassísku stefnuna
til endurmats út frá nýjum forsendum. Þetta
62
TMM 1992:4