Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 69
einkenndi sefjunarbrögð (retórík) barokk-
listarinnar. Hin úthöggna persóna eða dýr
var ekki mynd af fyrirmyndinni, heldur
líking sem gerði hvort tveggja í senn, að
koma í staðinn fyrir veruleikann og eyða
honum.
Grein sína endar Argan síðan með þessum
orðum:
Og var það ekki einmitt nýklassíkin sem
skar í eitt skipti fyrir öll á öll hugsanleg
hefðartengsl á milli siðmenningar fomald-
ar og nútíma? Ef Thorvaldsen hefur skilið
að hugmyndaiegt eðli listarinnar var jafn-
framt markmið hennar, getur þá ekki verið
að Hegel og fyrstu boðberar rómantísku
stefnunnar, sem fyrstir settu fram kenning-
una um mögulegan dauða listarinnar í borg-
aralegu samfélagi, hafi einmitt öðlast
slíkan skilning við það að sjá tímaleysið í
myndum hans?
Hegel og endalok listarinnar
Hvað svo sem sagt verður um heimspeki-
kerfi Hegels í heild, þá hefur söguspeki
hans orðið mönnum umhugsunarefni þegar
litið er tíl þróunar myndlistarinnar á síðustu
áratugum. Þannig hefur bandaríski heim-
spekingurinn Arthur C. Danto lagt út af
söguspeki Hegels í nýlegri og athyglis-
verðri ritgerð sinni um endalok listarinnar.2
í ritgerðasafninu The Philosophical Disen-
franchisement of Art, og sérstaklega í rit-
gerðinni „The End of Art“ bendir Danto á
að skilningur á listinni kreQist ákveðins
skilnings á listasögunni. Röksemdafærsla
hans er sú, að listin verði aldrei skilin nema
út frá sínu sögulega samhengi. En það kall-
ar aftur á sérstakan skilning á sjálfri lista-
sögunni.
í framhaldi þessa dregur Danto upp þrjár
mögulegar forskriftir að skilningi á lista-
sögunni: í fyrsta lagi er það listasagan sem
framþróun í þeim anda sem Giorgio Vasari
settí fram í tímamótaverki sínu Le vite dei
piu eccelenti scultori, pittori e architetti
(Ævir hinna bestu myndhöggvara, málara
og byggingarmeistara), er gefið var út í
Flórens 1568. Þar er gengið út frá því að
listin eigi sér línulaga ferli eða þróun frá
frumstæðri list til stöðugt nákvæmari eftir-
líkingar náttúrunnar. Listasagan er því, ef
marka má Vasari, saga stöðugra framfara.
Danto bendir á að sú saga sé löngu runnin
á enda, og langt sé síðan listin hafi haft þetta
markmið. Hann bendir jafnframt á að á
sama hátt og menn töldu á 19. öldinni að
búið væri að leysa allar gátur rökfræðinnar,
og að algjör og endanleg þekking á lögmál-
um náttúrunnar væri innan seilingar, þá hafi
menn getað séð fyrir tæknilega möguleika
á endalokum listarinnar sem eftirlíkingu
náttúrunnar. Danto segir að þessi tímamót
hafi runnið upp með tilkomu ljósmynda- og
kvikmyndatækninnar upp úr aldamótunum
síðustu, en ef við lítum til greiningar Arg-
ans, þá verða þessi tímamót um hundrað
árum fyrr, þar sem þeir Canova og Thor-
valdsen standa nálægt hvor öðrum en sinn
hvorum megin við vatnaskilin. Á þeim
tímamótum gátu menn spurt: Hvað kemur
á eftir framfaralistinni? á sama hátt og
menn spyrja nú: Hvað kemur á eftir mód-
emismanum?
Önnur möguleg forskrift að skilningi á
listasögunni er sú, sem Danto vill meðal
annars kenna við ítalska heimspekinginn
Benedetto Croce og verk hans Estetica
come scienza dell’espressione (Fagurfræð-
in sem vísindi tjáningarinnar) frá 1902: að
líta á listasöguna sem tjáningu tilfinninga.
Expressjónisminn miðar á engan hátt að
TMM 1992:4
67