Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 69
einkenndi sefjunarbrögð (retórík) barokk- listarinnar. Hin úthöggna persóna eða dýr var ekki mynd af fyrirmyndinni, heldur líking sem gerði hvort tveggja í senn, að koma í staðinn fyrir veruleikann og eyða honum. Grein sína endar Argan síðan með þessum orðum: Og var það ekki einmitt nýklassíkin sem skar í eitt skipti fyrir öll á öll hugsanleg hefðartengsl á milli siðmenningar fomald- ar og nútíma? Ef Thorvaldsen hefur skilið að hugmyndaiegt eðli listarinnar var jafn- framt markmið hennar, getur þá ekki verið að Hegel og fyrstu boðberar rómantísku stefnunnar, sem fyrstir settu fram kenning- una um mögulegan dauða listarinnar í borg- aralegu samfélagi, hafi einmitt öðlast slíkan skilning við það að sjá tímaleysið í myndum hans? Hegel og endalok listarinnar Hvað svo sem sagt verður um heimspeki- kerfi Hegels í heild, þá hefur söguspeki hans orðið mönnum umhugsunarefni þegar litið er tíl þróunar myndlistarinnar á síðustu áratugum. Þannig hefur bandaríski heim- spekingurinn Arthur C. Danto lagt út af söguspeki Hegels í nýlegri og athyglis- verðri ritgerð sinni um endalok listarinnar.2 í ritgerðasafninu The Philosophical Disen- franchisement of Art, og sérstaklega í rit- gerðinni „The End of Art“ bendir Danto á að skilningur á listinni kreQist ákveðins skilnings á listasögunni. Röksemdafærsla hans er sú, að listin verði aldrei skilin nema út frá sínu sögulega samhengi. En það kall- ar aftur á sérstakan skilning á sjálfri lista- sögunni. í framhaldi þessa dregur Danto upp þrjár mögulegar forskriftir að skilningi á lista- sögunni: í fyrsta lagi er það listasagan sem framþróun í þeim anda sem Giorgio Vasari settí fram í tímamótaverki sínu Le vite dei piu eccelenti scultori, pittori e architetti (Ævir hinna bestu myndhöggvara, málara og byggingarmeistara), er gefið var út í Flórens 1568. Þar er gengið út frá því að listin eigi sér línulaga ferli eða þróun frá frumstæðri list til stöðugt nákvæmari eftir- líkingar náttúrunnar. Listasagan er því, ef marka má Vasari, saga stöðugra framfara. Danto bendir á að sú saga sé löngu runnin á enda, og langt sé síðan listin hafi haft þetta markmið. Hann bendir jafnframt á að á sama hátt og menn töldu á 19. öldinni að búið væri að leysa allar gátur rökfræðinnar, og að algjör og endanleg þekking á lögmál- um náttúrunnar væri innan seilingar, þá hafi menn getað séð fyrir tæknilega möguleika á endalokum listarinnar sem eftirlíkingu náttúrunnar. Danto segir að þessi tímamót hafi runnið upp með tilkomu ljósmynda- og kvikmyndatækninnar upp úr aldamótunum síðustu, en ef við lítum til greiningar Arg- ans, þá verða þessi tímamót um hundrað árum fyrr, þar sem þeir Canova og Thor- valdsen standa nálægt hvor öðrum en sinn hvorum megin við vatnaskilin. Á þeim tímamótum gátu menn spurt: Hvað kemur á eftir framfaralistinni? á sama hátt og menn spyrja nú: Hvað kemur á eftir mód- emismanum? Önnur möguleg forskrift að skilningi á listasögunni er sú, sem Danto vill meðal annars kenna við ítalska heimspekinginn Benedetto Croce og verk hans Estetica come scienza dell’espressione (Fagurfræð- in sem vísindi tjáningarinnar) frá 1902: að líta á listasöguna sem tjáningu tilfinninga. Expressjónisminn miðar á engan hátt að TMM 1992:4 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.