Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 70
eftirlíkingu náttúrunnar. Frá hans sjónar- miði er listin tjáning á tilfinningu, og sú tjáning getur orðið bæði í hlutlægu og óhlutlægu formi. Frá sjónarhóli expressjón- ismans er ekki um neina framþróun að ræða í listinni, því að baki listaverksins stendur óhlutlæg tilfinning sem hefur verið gefið áþreifanlegt form. Listasagan er því ekki ferli í sjálfu sér, heldur safn einstakra at- hafna er hafa ekkert innbyrðis samhengi að öðru leyti en því að ákveðnar tilfinningar eru meira áberandi eða meira í tísku á ein- um tíma en öðrum. Út frá þessari söguskoðun eru fyrirbæri eins og hið fomgríska hof, rómverska bas- ilíkan með hvelfingu sinni og gotneska dómkirkjan þrjár tjáningaraðferðir í bygg- ingarlist sem endurspegla þrjá heima og eiga í rauninni ekkert sameiginlegt annað en það að vera tjáning á samtíma sínum. A milli þeirra liggur enginn sögulegur, línu- legur þráður. Þessi skilningur á listasögunni felur í sér augljósan galla. Hann býður upp á full- komna afstæðishyggju, þar sem skorið er á alla sögulega viðmiðun og mælikvarða. Afstæðishyggjan leiðir jafnframt til þess að ekki verður lengur hægt að horfa fram á sögulega mikil væg verk eða tímamót í lista- sögunni, hún endar í raun í hreinni lágkúm. Afstæðishyggjan gerir spuminguna um framtíð listarinnar óþarfa. Vilji menn sögulega viðmiðun þarf því nýjan skilning á sögunni, og þar getur sögu- speki Hegels komið að liði, segir Danto. Söguspeki Hegels gengur út frá samfelldri sögulegri framvindu er stefni til stöðugt aukinnar þekkingar. Á vissu þroskaskeiði mannsins gegnir listin mikilvægu hlutverki í þessari þekkingaröflun, segir Hegel. Þeg- ar þessari þekkingu hefur verið náð verður listin hins vegar óþörf. „Spumingin er þá, um hvaða þekkingu sé að ræða, og svarið er: þekking á því hvað sé list, hversu fátæk- legt sem það svar kann að virðast," segir Danto. Þannig er um beint samband að ræða á milli eðlis og sögu listarinnar. „Sög- unni lýkur með tilkomu sjálfsvitundarinnar eða sjálfsþekkingarinnar, listinni lýkur með tilkomu eigin heimspeki." Danto bendir á að hver listastefnan hafi tekið við af annarri á 20. öldinni, og allar hafi þær ætlað sér að gefa endanlegt svar við sömu spurningunni um það, hvað listin væri í raun og veru. Meginviðfangsefni list- ar 20. aldarinnar hefur verið að skilgreina eigin sjálfsímynd um leið og öllum fyrri skilgreiningum hefur verið varpað fyrir róða. Danto segir að út frá þessu sé hægt að líta á listasöguna sem eins konar þroska- sögu, mótunarsögu manns sem endar með því að hann öðlast skilning á sjálfum sér eða fulla sjálfsvitund. En þroskasagan er í raun líka gmndvöllurinn að hinu mikla heim- spekiverki Hegels, Fyrirbœrafrœði and- ans, þar sem söguhetjan er svokallaður alheimsandi, er gengur í gegnum ólík þroskastig til sjálfsþekkingar. Endanlegt markmið heimsandans er samkvæmt sögu- speki Hegels að öðlast vald á heimspekinni, og á sama hátt sér hann sögu heimspekinnar sem sögu er stefni í átt til sjálfsvitundar. Sem í þessu tilfelli er vitundin um heim- spekikerfi Hegels sjálfs. Og ef við lítum á listasöguna sem þyrnum stráða og þjáning- arfulla þroskasögu í átt til sjálfsvitundar, þá verður sögulegt hlutverk listarinnar það að skapa hreina listheimspeki. Auðvelt er að finna því stað, að þróun myndlistar á síð- ustu áratugum hafi einmitt snúist um þetta. Hitt kemur hins vegar meira á óvart að sjá Giulio Carlo Argan túlka verk Bertels Thor- 68 TMM 1992:4 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.