Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 85
Örn Ólafsson
Framúrstefna
Halldórs Laxness
Ein helsta nýjung Halldórs Laxness í skáldsagnagerð er sérkennilegur
sögumaður, mjög fjarlægur sögupersónum. Þetta einkenni er hér rakið til
Ijóða Halldórs, sem lengstum einkennast af stílrofum, og um stutt skeið
af róttækum módernisma. Höfundur telur því að Ijóðagerð Halldórs á
þriðja áratug aldarinnar hafi skipt sköpum fyrir höfundarverkið.
Ég held að Halldór hafi sjálfur búið til orðið
„framúrstefna“, til að þýða „avantgarde“.
Þar er þá um að ræða nýbreytni í listum,
hverju sinni. En hér skal rætt um afmark-
aðra fyrirbæri, þ.e. módemisma í verkum
Halldórs á 3. og 4. áratug aldarinnar. Rúms-
ins vegna verður að fara fljótt yfir sögu, en
ég fjalla ítarlegar um efnið í nýbirtri bók
(Kóralforspil hafsins). Tökum aðeins fram,
að módemismi birtist fyrst og fremst í rof-
inni framsetningu, sem stríðir gegn röklegu
samhengi, svo sem skýrist hér á eftir.
Vangaveltur um afstöðu verksins til um-
heimsins em því til lítils. Bragarhættir
koma módemisma heldur ekkert við, fríljóð
og prósaljóð („ljóð í óbundnu formi“) em
miklu eldra fyrirbæri en módemisminn,
sem hófst á síðasta þriðjungi 19. aldar. Ljóð
í því formi em sum módem, önnur ekki.
Reyndar em mörg módern ljóð, m.a. eftir
Halldór, undir hefðbundnum, mjög algeng-
um bragarháttum.
Mótsagnakennd Ijóð
Módemisma verður snemma vart í ljóðum
Halldórs. Allra elstu ljóð hans em að vísu
hefðbundin og sviplítil. En fljótlega fór að
bera á hans sérkennilega tóni, sem mér
sýnist koma frá expressjónisma, sem var
mikil tískustefna í Þýskalandi, þegar Hall-
dór dvaldist þar nítján ára, 1921. Undir
þessu heiti fer raunar margskonar skáld-
skapur, allt frá kvæðum sem eru fyrst og
fremst yfirlýsingar um tilfinningaólgu, til
módemra ljóða. í síðara flokkinum em Ijóð
þeirra skálda sem nú telj ast fremst expressj-
ónista, t.d. Gottfried Benn, Georg Heym,
Jakob van Hoddis, Alfred Lichtenstein,
Ernst Stadler og Georg Trakl. Þar er oft um
stflrof að ræða. Taka má dæmi af kvæðinu
„Die Dámmerung“, eftir Alfred Lichten-
stein (birt hér aftanmáls). Þar koma fyrir
sérkennilegar lfldngar og andstæður, t.d. er
himninum líkt við ræfilslegan leikara, sem
L
TMM 1992:4
83