Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 89
með átta tennur gulls og mjóa fíngur; Abdullah reykir, ice-cream étur hann. Er ekki sál hans skrýtinn vítahríngur? í hinu fræga kvæði Halldórs um Stalín er „líbblegur litur í túni / og laukur í garði hans“ (Kvœðakver, bls. 98), rétt eins og hann væri íslenskur bóndi. Og þannig er ævinlega eitthvað framandi í textunum, eitthvað sem stingur í stúf við umhverfið. Því finnst mér ofmælt þegar menn segja, að Halldór hafí aðlagast íslenskri hefð í ljóða- gerð eftir útkomu Kvœðakvers 1930 (sbr. Óskar Halldórsson, bls. 77-80). Vissulega yrkir Halldór eftir það mest í orðastað skáldsagnapersóna sinna, sem em gagn- teknar af gamalli ljóðahefð. Samt er alltaf eitthvert annarlegt orðalag í þessum ljóð- um, það væri aldrei hægt að villast á þeim og þeim ótalmörgu ljóðum sem birst hafa eftir t.d. Magnús H. Magnússon, lifandi fyrirmynd Ólafs Kárasonar, aðalpersónu Heimsljóss, eða menn sem margt eiga sam- eiginlegt með Steinþóri Steinssyni, Bjarti í Sumarhúsum og öðrum skáldum í sögum Halldórs. Og annarlegt málfar varð áber- andi einkenni á skáldsögum Halldórs, frá og með Sölku Völku, svo sem við komum bráðum að. Það er sannarlega sláandi, að í hátíðaútgáfu af ljóðum Halldórs, sem birtist á áttræðisafmæli hans 1982, voru ekki þau ljóð með höfð, sem hér hefur mest verið rætt um, en að vísu „Unglingurinn í skóg- inum“. Surrealisminn virðist enn þykja ótækur, rúmlega hálfri öld eftir að Halldór bar hann til Islands. Sérkennilegur sögumaður Skáldsögu sína Vefarann miklafrá Kasmír samdi Halldór sumarið 1925. Skáldsaga þessi þykir merkileg einkum sem endur- speglun af menningarumræðum samtím- ans. En hitt eru allir sammála um, að þáttaskil urðu í ferli Halldórs þegar hann kom heim frá þriggja ára Ameríkudvöl árið 1930. Þá samdi hann Sölku Völku, sem ein- kennist af þjóðfélagsgagnrýni frá sósíal- ísku sjónarmiði, eins og flestar skáldsögur hans síðan. Sölku Völku og viðtökum þeim sem hún fékk, var vel lýst 1933 af Sigurði Einarssyni, síðar presti í Holti (bls. 112- 115); Bók Halldórs skilur viðöll málefni áÓseyri við Axlarfjörð í því ástandi, sem yfirstétt- inni mætti ákjósanlegast þykja, í ringluðu fáti eftir hina fyrstu misheppnuðu umbóta- atrennu. Hvernig stendur þá á því, að oss [sósíalistum] þykir bók Halldórs með af- brigðum góð, en nesjamennskunni [þ.e. hverskyns íhaldi þykir bókin] með afbrigð- um skaðleg? [ . . . Astæðan er, að] Bókin bregður upp breiðri, litríkri mynd af lífi óupplýstrar alþýðu, fátækrar, hjátrúarfullr- ar, frumstæðrar og algerlega á valdi óment- aðra, gráðugra og ruddafenginna drottnara. [ . .. ] Snild Halldórs liggur í því, að hann er alveg æðrulaus og allsgáður, veit að að- stæður þessa fólks og innri mein munu valda því fyrst um sinn, að alt fari í handa- skolum [... ] Hann er of skygn og trúr til þess að honum komi til hugar að blekkja alþýðu á dísætum tálvonum um skyndileg- ar úrlausnir, Paradís og þúsundáraríki. [... ] Af hverju æpir nesjamennskan öðru fremur á þessa bók? Af því að hún skýrir [ . . . ] grímulausa viðurstyggð öreigalífs- ins, áður en fólkið er farið að finna mátt sinn og markmið. [ . . . ] Sá viðnámsvilji sem slíkar bækur geta vakið, sá skilningur, sú mannlund, sem í ferskum hryllingi ræðst á viðbjóðinn, er eitur í öllum hennar bein- um. TMM 1992:4 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.