Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 95
ski var ljóðlistin ekki að öllu leyti hans eiginlega svið, enda urðu ljóðabækur hans strjálli er á leið. I rauninni njóta sín hæfí- leikar hans, einstök skarpskyggni, víðtæk þekking og fljúgandi málsnilld, enn betur á sviði sem við íslendingar eigum hvorki nafn yfír né hefð fyrir en það er hin svo- nefnda „essay“ sem lýsa mætti sem list- rænni ritgerð og verður í höndum Enzens- bergers mögnuð blanda af fræðilegri rann- sókn og frumlegum hugleiðingum. Ritgerðir Enzensbergers og greinar sem birst hafa m. a. í söfnunum Einzelheiten 1962, Deutschland, Deutschland unter anderm 1967, Palaver 1974, Politische Brosamen 1982, Mittelmass und Wahn 1988 og nú síðast Die grosse Wanderung 1992, spanna býsna margt, enda lætur hann sér fátt óviðkomandi. Þó er það einkum tvennt sem virðist standa hjarta hans næst, en það eru skáldskapur og stjómmál sem hann raunar vill líta á sem nátengd svið. I þeim efnum fetar hann reyndar að miklu leyti í fótspor áðumefndra skálda milli- stríðsáranna, en munurinn er þó sá að hinar pólitísku línur em ekki lengur eins einfaldar og þau hugðu. Róttækni Enzensbergers get- ur því ekki miðað að því að stýra okkur í fang stirðnaðrar hugmyndafræði heldur beinist hún að því öllu fremur að vekja okkur af svefni staðlaðrar sjálfsánægju í gróðaþjóðfélagi þar sem öll mannleg gildi eru meira og minna afskræmd. Þótt Enzensberger taki rækilega til með- ferðar stöðu síns eigin lands á þessari öld eða það sem hann kallar einhvers staðar „vandann að vera innlendingur“, er ekki þar með sagt að sá vandi byrgi honum sýn til annarra landa. Hann er sannkallaður heims- borgari og hefur dvalið langdvölum í lönd- um á borð við Noreg, Ítalíu, Kúbu og Bandaríkin og kynnt sér í þaula menningu þeirra og tungumál. Víðfeðmur áhugi hans kemur fram í þýðingum hans og útgáfu- starfsemi, en þó einna eftirminnilegast í bók er kom út árið 1987 og heitir Ach Europa! eða Æ Evrópa! Athuganir frá sjö löndum. Með eftirmála frá árinu 2006 þar sem hann gerir ólíkum þjóðum álfunnar skil út frá sínum sjónarhóli, en það eru Svíar, ítalir, Ungverjar, Portúgalar, Norðmenn, Pólverjar og Spánverjar. Hér má segja að glöggt sé gests augað og að honum takist með glöggskyggni sinni að draga fram á kímilegan hátt og oft drepfyndinn hið sér- kennilega og um leið mótsagnakennda í fari hverrar þjóðar, allt frá óstýrilátum Suður- landabúum til ofskipulagðra Skandinava. En það er einmitt fjölbreytnin og mótsagn- irnar sem gera Evrópu svo aðlaðandi og áhugaverða í hans augum, og hann er ein- mitt af þeim sökum svarinn andstæðingur svonefnds EB sem vill steypa þessar þjóðir í sama mót út frá hreinum viðskiptasjón- armiðum og í ofanálag færa valdið frá þjóð- unum sjálfum í hendur klíku sjálfskipaðra atvinnupólitíkusa annarsvegar og auð- hringa hins vegar eins og hann lýsir svo vel í ritgerð frá árinu 1989 sem ber heitið Brussel eða Evrópa — annað tveggja. Þegar öllu er á botninn hvolft, er það býsna margt sem tengir Enzensberger, þrátt fyrir nútímamennsku hans að öðru leyti, við hina gömlu og góðu hefð þýskra bók- mennta frá því um 1800 sem við kennum við rómantík og gerði frjálsu hugarflugi ærið hátt undir höfði. Merki hennar má reyndar fínna í þeim texta sem hér fer á eftir og ber undirtitilinn Felumynd, því þar er ekki allt sem sýnist og mikið undir því komið hvemig horft er. Þennan kafla, sem Enzensberger valdi sjálfur sem kynningu á bókmenntahátíð í Reykjavík í september síðastliðnum, flutti hann fyrst 25. mars 1987 í Múnchen, þegar hann tók við verð- launum Bæversku listaakademíunnar. TMM 1992:4 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.