Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 98
mætti hæglega ganga úr skugga um þetta, en við höfum ekkert últrafjólu-
blátt ljós við hendina, enda skiptir það ekki öllu máli: því hið furðulega
er nefnilega hvernig þetta þunna lag af litarefnum og olíu hefur staðist
(tímans tönn) í næstum fjögur hundruð ár án þess að láta á sjá, slík seigla
er óskiljanleg, ef haft er í huga að flest glæsiverk seinni alda eru í dag að
mestu máð, að ekki sé minnst á verk samtímamanna okkar sem eru frá
öndverðu jafn endingarlítil og bílarnir okkar, ritverk okkar, kælikerfin,
sokkabuxurnar og hugmyndafræðin.
Myndin gamla er að vísu dökk, full af skuggum. Eigandinn gæti
fengið þá flugu í höfuðið að láta hreinsa hana. Listaverkasalinn segir
honum: Bjartar myndir eru verðmeiri; og efnafræðingurinn útskýrir:
Fullkomlega varanlegir litir eru ekki til. Öll litarefni breytast með tím-
anum. Það sem var dökkt fyrir verður enn dekkra; jarðarlitimir verða
svartari, einnig getur gljákvoðan upplitast. Úr fjarlægð lítur allt öðmvísi
út. Tíminn líkamnast í óhreinindum aldanna.
En sé ég inntur álits, þá er ég ekki fylgjandi því að myndin verði
hreinsuð. Það eru líka til litir sem blikna í aldanna rás, og aðrir sem taka
brey tingum eftir hitastigi. Til eru enn aðrir, svo sem blýhvítt og heiðblátt,
sem eru mjög stöðugir. Leysiefni sem tæki tillit til þessa mismunar
fyrirfmnst ekki. Á hreinsuðum fleti skýrast stöðugu litarefnin og jafn-
vægi litagildanna raskast. En það em fleiri ástæður en tæknilegar sem
mæla á móti því að við notum rúðuhreinsinn. Aldrei mun þessi litla
trétafla líta út sem ný væri. Sú ósk að koma henni í upphaflegt horf er
sprottin af fávisku. Saga olíunnar, málmsins og viðarins er álíka óaftur-
kallanleg og saga okkar sjálfra. Ekki aðeins málaði skógurinn er óyfir-
stíganlegur farartálmi, heldur og hin næfurþunna slikja aldanna sem
hvílir yfír honum. Aldrei nokkum tíma mun okkur auðnast að sjá þessi
pensilför með augum málarans, með augum samtímamanna hans. Hvað
veitefnafræðingurumsögu augnatillitsins! Aðeins gullgerðarmaður gæti
komist á snoðir um þessa leyndu dóma, og ef til vill kæmist hann að þeirri
niðurstöðu að það sé ekki undir efnabreytingum komið hvort myndin er
tær eða óljós, heldur undir auga athugandans og reynslu hans.
Hvað varðar málarann — þá er ævi hans myrkri hulin. Kirkjubækur,
segið þér, kirkjubækur og skjöl verður að rannsaka. En það em þurrar
staðreyndir. Ég geri mér í hugarlund að hann sé fæddur 1575 eða 1576,
í Flandri, nánar tiltekið í Mecheln. Hvers vegna ekki? Mecheln er fom
vefnaðarborg, Hans Bol og Lucas van Valckenbrock em þar fæddir.
96
TMM 1992:4