Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 99
Vefirnir sem urðu til í Mecheln á sextándu öld voru heimsfrægir. En
borgin sem liggur á landamærum Brabants laut yfirráðum Spánverja, og
hvað það þýddi, er enn í minnum haft: Ógnarstjóm. Böðlamir höfðu
ærinn starfa, hvarvetna brunnu bálkestir Rannsóknarréttarins, hersveitir
hernámsliðsins óðu um rænandi og myrðandi, skálmöld ríkti, áratuga-
langur landflótti hófst. Skömmu fyrir fæðingu málarans okkar höfðu
hermenn einræðisherrans Alba lagt álögur á Mecheln, og áður en hann
varð þrevetur ákvað faðir hans að flýja norður á bóginn. Hann hélt fyrst
til Antwerpen, og síðan, þegar borgin féll í hendur Spánverja, áfram til
Middelburg og loks til Amsterdam, tii höfuðborgar Sambandslýðveldis
Niðurlanda.
Áttatíu ára langur ófriður við Spánveija geisaði áfram, en þegar um
aldamótin var nýja ríkið, sem var griðastaður allra ofsóttra villutrúar-
manna og gyðinga, orðið að ríkasta samfélagi heimsins. Amsterdam
blómstraði. Hún varð að miðstöð alþjóðasiglinga, peningamarkaðar og
iðnaðar. Meðal ótal uppgötvana Hollendinga var það sérstaklega ein sem
skipti sköpum: Þeir áttuðu sig á því að óheft frelsi verslunar og viðskipta,
trúar og vísinda, listar og dagblaða gat haldist í hendur við skefjalaust
arðrán — þetta small saman í auðvaldskerfi sem engan hefði órað fyrir
og sem átti eftir að reynast lífseigt. Með þetta í huga þurfum við ekki að
gera okkur neinar áhyggjur af því hvernig málaranum okkar reiddi af,
við getum gengið að því vísu að hann, ásamt þeim hundrað fimmtíu og
þremur öðrum meisturum sem fluttust til Amsterdam frá Flandri — ötull
sagnfræðingur hefur talið þá — hafi komist bærilega af í háborg hinna
nýju peningaviðskipta.
Skoðum myndina okkar í síðasta sinn. Nú hefur hún tekið stakkaskipt-
um. Skyldi það vera lýsingin sem því veldur? Ég held það varla, þótt ný
blæbrigði komi fram með hverju skýi sem siglir upp á himininn, við skipti
dagsbirtu og árstíða. En það er ekki það. Merkilegt, hugsum við með
okkur, hve fornfáleg veröldin er sem málarinn sýnir okkur.
Ef hann leit upp frá vinnu sinni — ég býst við að hann hafí unnið við
borð en ekki trönur — og gáði út um gluggann, þá blasti ekki við honum
neitt trjáþykkni heldur þaulræktað menningarlandslag. Risaeikumar sem
hann málaði vom aðeins til í endurminningu hans. Hollenski kaupskipa-
flotinn, að ekki sé minnst á sjóherinn, með sínum 35.000 áætlunarskipum
og freigátum sem sigldu um öll heimsins höf til að gæta hinna nýstofnuðu
nýlendna, hafði gleypt skóga miðalda. Málarinn og málverkið voru frá
TMM 1992:4
97