Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 99
Vefirnir sem urðu til í Mecheln á sextándu öld voru heimsfrægir. En borgin sem liggur á landamærum Brabants laut yfirráðum Spánverja, og hvað það þýddi, er enn í minnum haft: Ógnarstjóm. Böðlamir höfðu ærinn starfa, hvarvetna brunnu bálkestir Rannsóknarréttarins, hersveitir hernámsliðsins óðu um rænandi og myrðandi, skálmöld ríkti, áratuga- langur landflótti hófst. Skömmu fyrir fæðingu málarans okkar höfðu hermenn einræðisherrans Alba lagt álögur á Mecheln, og áður en hann varð þrevetur ákvað faðir hans að flýja norður á bóginn. Hann hélt fyrst til Antwerpen, og síðan, þegar borgin féll í hendur Spánverja, áfram til Middelburg og loks til Amsterdam, tii höfuðborgar Sambandslýðveldis Niðurlanda. Áttatíu ára langur ófriður við Spánveija geisaði áfram, en þegar um aldamótin var nýja ríkið, sem var griðastaður allra ofsóttra villutrúar- manna og gyðinga, orðið að ríkasta samfélagi heimsins. Amsterdam blómstraði. Hún varð að miðstöð alþjóðasiglinga, peningamarkaðar og iðnaðar. Meðal ótal uppgötvana Hollendinga var það sérstaklega ein sem skipti sköpum: Þeir áttuðu sig á því að óheft frelsi verslunar og viðskipta, trúar og vísinda, listar og dagblaða gat haldist í hendur við skefjalaust arðrán — þetta small saman í auðvaldskerfi sem engan hefði órað fyrir og sem átti eftir að reynast lífseigt. Með þetta í huga þurfum við ekki að gera okkur neinar áhyggjur af því hvernig málaranum okkar reiddi af, við getum gengið að því vísu að hann, ásamt þeim hundrað fimmtíu og þremur öðrum meisturum sem fluttust til Amsterdam frá Flandri — ötull sagnfræðingur hefur talið þá — hafi komist bærilega af í háborg hinna nýju peningaviðskipta. Skoðum myndina okkar í síðasta sinn. Nú hefur hún tekið stakkaskipt- um. Skyldi það vera lýsingin sem því veldur? Ég held það varla, þótt ný blæbrigði komi fram með hverju skýi sem siglir upp á himininn, við skipti dagsbirtu og árstíða. En það er ekki það. Merkilegt, hugsum við með okkur, hve fornfáleg veröldin er sem málarinn sýnir okkur. Ef hann leit upp frá vinnu sinni — ég býst við að hann hafí unnið við borð en ekki trönur — og gáði út um gluggann, þá blasti ekki við honum neitt trjáþykkni heldur þaulræktað menningarlandslag. Risaeikumar sem hann málaði vom aðeins til í endurminningu hans. Hollenski kaupskipa- flotinn, að ekki sé minnst á sjóherinn, með sínum 35.000 áætlunarskipum og freigátum sem sigldu um öll heimsins höf til að gæta hinna nýstofnuðu nýlendna, hafði gleypt skóga miðalda. Málarinn og málverkið voru frá TMM 1992:4 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.