Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014
Stjórnvöld í Washington taka
árás hakkaranna á Sony mjög
alvarlega og segja hana ógn við
hagsmuni þjóðarinnar. Það
sem einkum gerir mál af þessu
tagi erfið er að þótt aug-
ljóslega sé oft um að ræða
árásir sem í reynd er stýrt af
ríkisstjórnum er nær útilokað
að sanna það. Þannig gátu
Rússar herjað á tölvukerfi Eist-
lendinga og Georgíumanna í
deilum við þá fyrir nokkrum
árum. Gagnrýni var svarað
með því að um væri að ræða
árásir sem vafalaust
væru gerðar af
hálfu stjórnarand-
stæð-
inga í
Eist-
landi og
Georgíu.
Útgáfufyrirtækið Sony hefurátt í vök að verjast umhríð, hlutabréfin hafa lækk-
að og í nóvember reið enn eitt áfall-
ið yfir. Tölvuþrjótar birtu á netinu
mörg þúsund viðkvæm innanbúðar-
gögn, tölvuskeyti og annað, sumt af
því var afar neyðarlegt fyrir fyrir-
tækið enda ekki ætlað fyrir almenn-
ing. Verra var að í gögnunum voru
einnig persónulegar upplýsingar
óbreyttra starfsmanna og segjast
sumir þeirra nú íhuga málsókn.
Sony hafi ekki gætt þess að verja
gagnabanka sína nógu vel.
Ýmsir keppinautar og margir fjöl-
miðlar virtust varla geta leynt þórð-
argleði sinni yfir óförum Sony, þótt
jafnframt væri þess auðvitað gætt
að fordæma tölvuþrjótana.
Eins og oft áður er erfitt að full-
yrða nokkuð um það hverjir hafi
staðið fyrir innbrotinu í tölvukerfi
Sony, svo auðvelt er að sögn kunn-
áttumanna að hylja sporin. Grun-
urinn beindist samt strax að Norð-
ur-Kóreumönnum vegna þess að
fyrirtækið hugðist taka til almennra
sýninga á jóladag Viðtalið, spennu-
og gamanmynd um morðtilraun við
Kim Jong-un, leiðtoga N-Kóreu.
Bandarískir fjölmiðlar segja ónafn-
greinda fulltrúa alríkislögreglunnar,
FBI, fullyrða að vísbendingar séu
um aðild N-Kóreumanna. En hinir
síðarnefndu vísa því á bug þótt þeir
hafi fagnað „afreki“ tölvuþrjótanna.
Heimsbyggðin er nokkuð sam-
mála um að Kim Jong-un og morð-
ingjahyski hans eigi ekkert gott
skilið. Annað mál er hve smekklegt
það sé að gera mynd um morð-
tilraun við hann undir yfirskini við-
tals og frumsýna hana á jóladag. Og
Gæslumenn friðarins, eins og hakk-
arinn/hakkaragengið kallar sig (að-
eins er vitað með vissu að gögn
Sony voru birt með aðstoð tölvu á
hótelherbergi í Taílandi, enginn
kannast við neitt á staðnum) ákváðu
að ganga lengra eftir að ráðamenn í
Pjongjang höfðu kallað mynd Sony
hryðjuverk.
„Munið 11. september 2001,“
sögðu þrjótarnir í tölvuskeytum fyr-
ir nokkrum dögum, yrði myndin
sýnd myndi „allur heimurinn fyllast
ótta“. Ekki fór á milli mála að hótað
var manndrápum í kvikmynda-
húsum sem tækju myndina til sýn-
ingar. Flest þeirra hættu við að
sýna myndina.
Yfirvöld vestanhafs sögðust að
vísu ekki hafa séð neinar vísbend-
ingar um að staðið yrði við þessar
hótanir en Sony tók ekki áhættuna.
Reyndar kom fram í tölvuskeyt-
um sem hakkararnir birtu að
yfirmenn Sony álitu mynd-
ina svo lélega að hún myndi
ekki ná neinum vinsældum!
Ekki er víst að Kim
Jong-un og félagar hans í Pjongjang
líti málið þeim augum. Myndin gerir
óspart gys að Kim, sagt er að hann
eigi í miklum samræðum við höfr-
unga og leiðtoginn hafi þann und-
ursamlega eiginleika að þurfa aldrei
að fara á salernið.
Bannað að hlæja að Kim
Að sjálfsögðu er ekkert fjölmiðla-
frelsi í N-Kóreu, allir fjölmiðlar
tigna Kim sem guðlega veru. Suð-
urkóresk samtök, FFNK, sem berj-
ast fyrir frelsi Norður-Kóreumanna,
hafa oft sent loftbelgi með dvd-
spilurum, útvarpstækjum og kvik-
myndum með gagnrýni á stjórnvöld
yfir landamærin. Diskum með Við-
talinu hefði að sögn leiðtoga FFNK
verið komið í hendur almennings
með þessum hætti, segir í Guardian.
Og fátt er hættulegra fyrir einræð-
isherra en að láta hlæja að sér.
Sony, sem nú hefur hætt við að
sýna myndina, hefur víða sætt for-
dæmingu fyrir að láta undan kröf-
um tölvuþrjótanna, tjáningarfrelsið
hafi verið selt. En fyrirtækið getur
vissulega bent á að það hafi verið í
erfiðri stöðu. Hverjum hefði verið
kennt um ef, þrátt fyrir allt, hryðju-
verk hefði verið framið í einhverju
kvikmyndahúsanna og saklaust fólk
látið lífið? Hætt er við að Sony-
menn hefðu fengið að vita að
ábyrgðin væri að hluta til þeirra.
Hakkararnir hafa svínbeygt stór-
fyrirtækið með hótunum sínum. Og
margir segja að friðkaupastefna
Sony sé undanfari þess að enginn
muni lengur þora að gera myndir
sem ofbeldisseggir, t.d. IS í Sýr-
landi og Írak, hóti að svara með
hryðjuverkum. En myndin er ekki
horfin og þegar hafa verið birt á
netinu brot úr henni, vafalaust verð-
ur henni lekið allri með tímanum.
Þá geta milljónir manna fengið
tækifærið til að hlæja að Kim, millj-
ónir sem varla hefðu ómakað sig í
bíó til að sjá ómerkilega mynd sem
búið er að gera ódauðlega.
Ódauðleg
mynd - með
aðstoð Kims
TÖLVUÞRJÓTAR RÉÐUST INN Í KERFI SONY OG HÓTUÐU
HRYÐJUVERKUM EF SÝND YRÐI KVIKMYND UM MORÐ-
TILRAUN VIÐ KIM JONG-UN, LEIÐTOGA N-KÓREU. SONY
ER GAGNRÝNT FYRIR AÐ LÁTA UNDAN.
ÁRÁS ÚR LAUNSÁTRI
Öryggisverðir við bíósal Ace-hótelsins í Los Angeles áður en forsýning hófst á gaman- og spennumyndinni Viðtali. Í
henni er lýst samsæri leyniþjónustunnar, CIA, um að láta myrða Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu.
AFP
* Við erum búin að leyfa Norður-Kóreu að skipa okkurfyrir um efni kvikmynda og það er bara brjálæði.George Clooney, kvikmyndaleikari. AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON
kjon@mbl.is
HEIMURINN
ÍA
rt varký fr því juverkamenn, sen
lamista m síðustu helgi m
Gumsuri, í norð-
ha
AK
AMABA
talíbana í árásum avígamenn síðustu daga
mærin að Afganistan. Herinn hefuvið landa ert mjög sókn
n talíbönum í héraðinu Waziristan eftsína geg ir að hópur
myrti 141, aðallega börn og ungtalíbana ga, í sjálfsmorðsárás
skömmu. Var morðárásin sökóla í borginni Peshawar fyrirá s efnd vegna hertra
aziristan eru aðalbækistöðvaðgerða hersins síðan í júní. Í W pakistanskra talíbana og
gsl við bæði talíbana oni-samtakanna sem hafa tenHaqqa
DIÐMBÓPUSA AN
hlé haldi íEnn er talið að vo
hverju tilr-Úkraínu þótt þar komi öð
ráðhallega í Donetsk. Nýr foáta
bandsins, Pólverjinn DoróvE
p langtímastefnu gagnvart Rússlanðað ESB verði a
ðum. Vandinn væri stefna Rússrnægja að bregð
kraínu. ESB þyrfti að tryggjaallri Evrópu, ek
efn n við ferðalögum til Kum ESB sa
ban ar lögðu skagann u
Írak segjast
baráttunni
kisins, IS og
íð þess
ka ð í
úlfakreppu yt óttafósíðan í
kná brott í gær. IS ræðu
esem beittu um 8.000
öðbandarískra herflugvé
S.heBandaríkjamenn seg