Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 18
Ferðalög og flakk Ferðahugmyndir á Pinterest *Sniðugt er að safna hugmyndum fyrir draumaferðalagið áPinterest. Samfélagsmiðillinn er mikið notaður fyrir ferða-lagamyndir og alls kyns fallegar landslagsmyndir og auðveltað safna saman myndum af draumaáfangastaðnum. Núna ímestu snjókomunni og myrkrinu er ekki úr vegi að safnamyndum af sólarströndum sem viðkomandi langar til aðheimsækja. Líka er hægt að búa til möppur með drauma- skíðaferðalaginu og aðra með draumalandinu og komast þannig ef til vill einu skrefi nær takmarkinu. Þegar við konan mín kynntumst vorið 2008 ákváðum við að flytja saman til Sví- þjóðar. Haustið 2012 fluttum við síðan til Lundar með tæplega tveggja ára dótt- ur okkar. Hún fór beint í leikskóla, konan mín í kennaranám og ég byrjaði að leita mér að vinnu. Á endanum fékk ég tímabundið starf við að skrifa rannsókn- arskýrslu. Það gaf mér nægilega reynslu til að fá fastráðningu við starf sem sér- stakur ráðgjafi hjá Tryggingastofnun Svíþjóðar með sérhæfingu í sjúkratrygg- ingum. Fyrsta árið okkar hér aðlöguðumst við breyttu landslagi og komum okkur fyrir í litlu rauðu húsi. Við höfum kynnst frábæru fólki og skapað okkur nýjar skemmtilegar hefðir í hversdeginum. Sumrin eru lengri og hlýrri og veturnir styttri en á Íslandi. Í staðinn fyrir að fara í sund og húsdýragarðinn förum við á ströndina á sumrin og í skógarferð á veturna, staðráðnar í að njóta kosta þess samfélags sem við búum í. Aldrei að vita hvert við flytjum næst! Dagný Skúladóttir Dóttirin Lovísa nýtur sín í Svíþjóð. Skógarferðir heilla. Í litlu rauðu húsi Dagný, t.h., ásamt Sif konu sinni. PÓSTKORT F RÁ LUNDI Þökk sé sérlega vel heppnaðri auglýsingaherferð, „Kur- isumasu ni wa kentakkii!“ (Kentucky á jólunum!) frá 1974, fá Japanir ekki nóg af KFC á jóladag. Þegar hópur út- lendinga fann hvergi kalkún um jólin heldur ákvað að fá sér kjúkling hjá Kentucky Fried Chicken sá fyrirtækið sóknarfæri og kom fram með fyrsta jólatilboð sitt. Fleir- um en nokkrum útlendingum fannst þetta góð hugmynd því jólatilboðið hefur slegið í gegn. Margir panta föturnar einhverjum mánuðum fyrirfram til að forðast raðirnar en þegar mest lætur þarf fólk að bíða í allt að tvo tíma í biðröð eftir jólakjúklingnum, segir í grein á Smit- hsonianmag.com. Ilmurinn af kjúklingnum er svo lokkandi Einfaldleiki slagorðsins og tengingin við hið ameríska virð- ast hafa gert kjúklinginn sérstaklega lokkandi. „Japanir eru þekktir fyrir að taka erlendar vörur og hugmyndir og breyta þeim í takt við smekk landsmanna og jólin eru engin undantekning. Þau eru hátíð markaðarins og eru ekki trúarleg og er miklu fé eytt í skreytingar, mat og gjaf- ir,“ segir The Financial Times og er KFC stór þáttur í þessu. Jólatilboðið hefur undið uppá sig og er nú hægt að fá kjúkling með köku og kampavíni. Kostar það samtals um 5.000 krónur. „Ein ástæða þess að auglýsingaherferðin hefur virkað svo lengi er að skilaboðin eru alltaf þau sömu: Á jólunum borðar þú kjúkling,“ sagði Yasu- yuki Katagi, framkvæmdastjóri hjá auglýsingastof- unni Oglivy & Mather í Japan. Jólasalan nær hámarki á aðfangadagskvöld og þá taka allir saman höndum til að láta biðraðirnar ganga hraðar, skrifstofufólkið kemur í afgreiðsluna og stjórn- endur staðarins setja á sig svuntuna. KFC heldur áfram að auglýsa í aðdraganda jóla og sýna auglýsingarnar þekkt fólk úr dægurheiminum með kjúklingalæri í hendi. Jólin væru hreinlega ekki þau sömu án djúpsteikts kjúklings. JÓLAHEFÐ Í JAPAN AÐ FÁ SÉR KENTUCKY FRIED CHICKEN Eina fötu af jólakjúklingi, takk ÍSLENDINGAR TENGJA SKYNDIBITAFÆÐI SENNILEGAST EKKI VIÐ JÓLIN, NEMA ÞÁ Á HLAUPUM Í JÓLAGJAFAINNKAUPUM. Í JAPAN ER ÞAÐ HINS VEGAR HEFÐ AÐ BORÐA KJÚKLING FRÁ KFC Á JÓLADAG. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.