Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Qupperneq 22
Vísindamennirnir telja að þetta gæti verið mikilvægt og ódýrt próf fyrir fólk sem lítur út fyrir að vera alheilbrigt en gæti haft undirliggjandi sjúkdóm sem hægt væri að bregðast við ef hann uppgötvaðist í tíma. Getty Images/iStockphoto J apanskir vísindamenn hafa komst að því að hæfileikinn til að standa á öðrum fæti tengist ákveðnum þáttum í heilsufari fólks. Yasuharu Tab- aro og teymi hans hjá Kyoto-háskóla komust að því að ef fólk getur ekki staðið á öðrum fæti í meira en tuttugu sekúndur tengist það auk- inni áhættu á skemmdum á litlum æðum í heilanum og skertri vits- munagetu, jafnvel í fólki sem lítur út fyrir að vera heilbrigt. „Það ætti að veita fólki sem á erfitt með að halda jafnvægi á öðrum fæti aukna athygli þar sem þetta getur verið vísbending um aukna áhættu á heilasjúkdómum og elliglöpum,“ segir Tabaro. Rannsóknin fór þannig fram að yfir 1.300 manns voru beðin um að standa á öðrum fæti með opin augu. Því næst fór fólkið í MRI-skanna og þannig komu tengslin við skemmdu æðarnar í ljós en þær geta aukið hættu á litlum blóðtöppum og smáblæðingum í heilanum. Hættan var meiri hjá eldra fólki en sambandið hélt sér þegar búið var að taka tillit til aldurs og hás blóðþrýstings. Meðalaldur þátttakenda var 67 ár. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl á milli þess að geta ekki haldið lengi jafnvægi á öðrum fæti og minni vitsmunalegrar getu. Þetta getur verið komið til vegna verra blóðflæðis í heilanum. Auðvitað er ekki hægt að nota þetta á alla hópa þar sem ýmiss konar fötlun getur haft áhrif á jafnvægið og verið þessu alls ótengd. Vísindamennirnir telja samt að þetta gæti verið mikilvægt og ódýrt próf fyrir fólk sem lítur út fyrir að vera alheilbrigt en gæti haft undirliggjandi sjúkdóm sem hægt væri að bregðast við ef hann uppgötvaðist í tíma. Þeim sem ætla að prófa þetta heima er ráðlagt að standa nálægt einhverju til að styðja sig við ef með þarf því það er ekki gaman að detta og slasa sig fyrir jólin. ÓVENJU ÓDÝRT LÆKNISFRÆÐILEGT PRÓF Lífið í jafnvægi JAPANSKIR VÍSINDAMENN HAFA KOMIST AÐ ÞVÍ AÐ HÆFI- LEIKINN TIL AÐ STANDA Á ÖÐRUM FÆTI Í MEIRA EN TUTTUGU SEKÚNDUR SEGIR TIL UM HEILSUFAR FÓLK. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Í fyrra tóku 17.000 manns þátt í átakinu og segja margir þeirra að mánaðarhlé frá drykkju endurræsi kerfið og í kjölfarið hafi þeir drukkið minna. Morgunblaðið/Heiddi Síðasti föstudagurinn fyrir jól er þekktur í Bretlandi sem „svarti föstudagurinn“ eða „brjálaði föstu- dagurinn“ vegna þess hversu mörg vinnustaðapartí fara fram á þess- um degi. Á þessum degi er selt meira áfengi á börum og veit- ingastöðum en á sjálfu gamlárs- kvöldi, samkvæmt Public Health England. Lögregla og sjúkralið undirbýr sig jafnan fyrir vandamál tengd drykkju á þessum tíma árs. Til að vega upp á móti þessu eru Bretar hvattir til að taka sér frí frá áfengisdrykkju í janúar með átakinu „Þurr janúar“ (www.dryjanuary.org.uk). Í fyrra tóku 17.000 manns þátt í átakinu og segja margir þeirra að mánaðarhlé frá drykkju end- urræsi kerfið og í kjölfarið hafi þeir drukkið ekki aðeins minna heldur líka sjaldnar. Aðrir kostir við átakið eru sagðir vera betri heilsa í janúar og minni útgjöld. Ekki veitir af eftir jólagjafakaupin. DESEMBERDRYKKJAN NÆR NÚ HÁMARKI Þurr janúar Heilsa og hreyfing *Haldin verður vetrarsólstöðuhátíð 21. desember á Ak-ureyri líkt og fyrri ár. Hátíðin fer fram milli klukkan 20og 22 í Jógahofinu og gera þátttakendur saman kundal-ini-jóga auk þess að stunda hugleiðslu, kyrja möntrur ogslaka á við heillandi tóna gongsins. Þetta er fyrir byrj-endur og lengra komna. Nánari upplýsingar um þennanviðburð og fleiri sem fara fram sama dag í Jógasetrinu í Borgartúni 20 í Reykjavík á vefsíðu Félags kundalini- jógakennara á Íslandi kyta.is. Vetrarsólstöðuhátíð á Akureyri Þýskar hágæða pönnur frá AMT Allt fyrir eldhúsið Verð fr á: 13.500 kr. • AMT eru hágæða pönnur úr 9mm þykku áli. • Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita. • 25 ára ábyrgð á verpingu. • Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem er sterkari en Teflon og án eiturefna. • Nothæf fyrir allar eldavélar. • Má setja í uppþvottavél. Íslenska og þýska kokkalandsliðið nota AMT pönnur. Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | progastro.is Opið alla virka daga frá 09:00 – 17:00. WORLD’S BESTPAN „ “ THE * “The world‘s best pan”according to VKD, largest German Chefs Association *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.