Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Síða 26
Heimili
og hönnun *PopUp verzlun mun halda jólahönnunarmarkað í Porti Hafn-arhússins, Listasafni Reykjavíkur, í annað skipti um helgina.Fjölmargir íslenskir hönnuðir taka þátt í honum. Meðal hönn-uða sem selja vörur sínar á markaðnum má nefna Hlín Reykdal,Eygló Eyjólfsdóttur, Cooldesign, Deathflower, IngaSol Design,Millu Snorrason, Skallagrím design, Terta Duo, Söndru SanoErlingsdóttur, Rimmbamm, Pastelpaper, Svöfu, Marý og fleiri.
Jólahönnunarmarkaður PopUp verzlunar verður opinn laug-
ardag 20. desember og sunnudag 21. desember kl. 11-17.
EINSTAKT HEIMILI Á EGILSSTÖÐUM
Hvert rými hefur
sinn karakter
STEINRÚN ÓTTA OG ÓÐINN GUNNAR HAFA KOMIÐ SÉR OG SÍNUM VEL
FYRIR Í NÝUPPGERÐU HÚSI Á EGILSSTÖÐUM.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Heimilið sem er nýlega uppgert einkenn-
ist að miklu leyti af persónuleika og hlýju.
Steinrún Ótta segir mikilvægt að heimilið
endurspegli íbúana, sögu þeirra og líf.
Ljósmyndir/Steinrún Ótta
Steinrún Ótta ásamt dætrum sínum Dögun, níu ára, og Sól, sex ára.
austfirskri hönnun og myndlist.
„Það er margt að gerast hér á
því sviði og vandaðar og fallegar
vörur í boði úr austfirskum hrá-
efnum, mér finnst líka nauðsyn-
legt að styðja við það góða fólk
sem er að skapa og selja sínar
vörur hér heima.“
Aðspurð hvað sé á óskalistanum
inn á heimilið segir Steinrún allt
og ekkert. „Ég skiptist á að vilja
alls konar fallega hluti inn á
heimilið yfir í það að vilja ekki
neitt og vera ótrúlega ánægð og
þakklát fyrir það sem ég á. Þá
langar mig bara að búa hér í
„sveitinni“ og rækta mitt eigið
grænmeti og vera sjálfri mér nóg
og eiga sem minnst.
Aðra daga langar mig ógurlega
í Y chair-stóla eftir Hans J.
Wegner, það er svo falleg smíði,
eða PH5- eða PH Artichoke-
ljósin, Tom Dixon-ljós, montana-
hillur, kamínu í borðstofuna og
allt milli himins og jarðar.“
grunnurinn sé klassískur, léttur
og ljós og segir að þá njóti minni
hlutirnir sín miklu betur.
„Litir verða að fara vel saman
og mér finnst gaman að hvert
rými hafi sinn karakter.“
Steinrún segist leita mikið í
skandinavískan stíl, einfalt og stíl-
hreint en jafnframt persónulegt
og hlýlegt. „Oft grínast ég með
það að einfaldast væri að vera
mjög mínimalísk til að minnka
dótið í kringum mig, en líklega
verð ég það aldrei. Ég hef mjög
gaman af fallegum hlutum og þá
ekki síst gömlum hlutum með
sögu í bland við annað nýrra, ég
er frekar gömul sál. Endurvinnsla
og endurnýting er svo skemmti-
leg. Heimilið á ekki að vera sýn-
ingarsalur heldur endurspegla
íbúana, sögu þeirra og líf en of
mikið dót tekur líka mikla orku
svo best er að ná góðu jafnvægi
þarna á milli.“
Hjónin segjast heillast mikið af
Á
heimilinu búa þau Óð-
inn Gunnar Óðinsson
mannfræðingur, Stein-
rún Ótta Stefánsdóttir
vöruhönnuður og dæturnar Dög-
un, níu ára, og Sól, sex ára.
„Fyrir einu og hálfu ári fluttum
við austur eftir þrjú ár í Reykja-
vík, keyptum okkur litla íbúð í
parhúsi á æskuslóðum mínum
sem við gerðum upp að hluta.
Núna í haust bauðst okkur að
kaupa hina íbúðina líka og
stækka um helming, sem varð úr
að við gerðum og hafist var
handa um miðjan september og
allt sett á hvolf. Veggir voru rifn-
ir niður, ný eldhúsinnrétting val-
in, nýtt gólfefni og allt málað í
nýja helmingnum,“ segir Steinrún
Ótta vöruhönnuður, sem er um
þessar mundir að stofna eigin
rekstur í kringum hönnun og ráð-
gjöf.
Steinrún segir að við innrétt-
ingu heimilisins sé mikilvægast að
Ólíkir borðstofustólar í ýmsum
litum eru sérlega fallegir. Borðstofan
er einstaklega björt og persónuleg.
Hönnunarjól í Hafnarhúsi